Heimilisritið - 01.01.1949, Qupperneq 9

Heimilisritið - 01.01.1949, Qupperneq 9
sýndu henni ekki skilning og mannlega umhyggju, skyldi ég sjá svo um, að hún yrði þar ekki deginum lengur í umsjá þeirra. Að því búnu skellti ég hurðinni harkaléga á eftir mér, án þess að kasta á þau kveðju. Næsta dag vann ég, eins og ég var vanur, að' byggingu hússins hér í Laugardal. Eg ætlaði mér að ljúka smíði þess fyrir vorið. Mér varð ekkert úr verki. Eg var eins og annars hugar. Eg gat ekki gleymt litlu telpunni, þar sem hún sat á húsþrepinu í kuldanum, loppin og skjálfandi, og söng á raunastund sinni, til að berjast við grátinn, söngvana sem hún móðir hennar hafði kennt henni. Já, það er eins og ég sagði áð- an, ég veit ekki hvernig öllu þessu er varið. Stundum finnst mér eins og ég sjálfur hafi ekki verið þessu fullráð'andi. En livað sem um það er að segja kom það þarna fyrst í huga mér að taka Hlín litlu að mér. Ég þekkti fósturforeldra hennar aðeins af afspurn, þau voru svo til nýflutt í þorpið og móðir hennar hafði dáið í öðru byggðarlagi. Vita- skuld olli þetta allt mér ýmissa hugsana og heilabrota, en að nokkrum kvöldum liðhum hafði ég tekið fasta ákvörðun — ákvörðun, sem í rauninni breytti öllu lífi mínu. Það kvöld fann ég fósturfor- eldra telpunnar að máli. Ég bað þau afsökunnar á framferði mínu hið fyrra kvöld. Þau tóku mér vel og alúðlega, eins og aldrei hefði stvggðaryrði farið okkar í milli. Ég vissi að þau voru fátæk og börð'ust í bökk- um. Þau voru sjálfsagt góðar manneskjur, þótt eitt og annað mætti að' þeim finna og sambúð þeirra. Ég bauð þeim að taka telpuna að mér -og annast hana að öllu leyti framvegis. Við ræddum þetta rólega og af skiln- ingi, og að síðustu var svo frá því gengið, að telpan kæmi til mín að vori, en ég hét að' borga með henni frá þessum degi, með- an hún dveldist á þeirra vegum, þar til ég tæki við henni fyrir fullt og allt, eins og hún væri mitt eigið barn. Síðan fann ég Hallberu gömlu, sem ég bjó hjá og leitaði ásjár hjá henni, hvort hún vildi taka að sér hússtjórnina og annast fyrir mig uppeldi telpunnar. Engri manneskju frekar trvði ég fyrir því. Gamla konan horfði í fyrstu sljóum augum á mig, líkt og hún skildi ekki hvað ég var að fara. Ég sagði henni því alla söguna frá upphafi. Þetta allt fékk svo á þessa gömlu, við- kvæmu og góðu sál, að hún tár- aðist, en klappaði mér öllum snöktandi: HEIMILISRITIÐ 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.