Heimilisritið - 01.01.1949, Side 31

Heimilisritið - 01.01.1949, Side 31
fengi nú í hans stað ókeypis kennslu við háskólann — og húsnæði í heimavistinni! Vonandi yrði það einhver af hans kyn- þætti. O, háskólinn virtist svo óralangt í burtu. Nú sat Bobb þarna í hesthúskofanum gamla og gat alveg eins gert sér vonir um að komast til tunglsins og í háskólann. Og svo hafð'i alveg verið að því komið, að hann legði af stað til þess að njóta allrar þeirrar dýrðar, sem þar beið þeirra, er þangað mundu fara. . . . Sko, nú dreifa þeir sér! Hvers vegna geta þeir ekki kom- ið fram eins og' hugaðir menn og gengið beint að því að' taka mig? Þarna er þá bróðir Jims Ark- ers. Bang! Bang! Bang! O, hvert þó í sjóð-bullandi! Ég hitti ekki! Bang! Jú, þar lá þó einn af þeim! Búinn að skjóta einu — tveim- ur — þremur — fjórum skotum. Sex eru eftir. Fimm á þrjótana! Eitt. handa mér! Bang! Bang! Þar lá þó annar! . . . Hlaða liana, — hlaða hana aftur! Eitt — tvö — þrjú — fjögur! . . . Svona nú — næstum ekkert eftir af skot- unum! Fimm — tíu — fimmtán mínútur eftir af lífinu! . .. Hvers vegna þurftu þeir endilega að hafa það Mummu? Hvers vegna völdu þeir hana? Hvers vegna tóku þeir ekki einhverja af dræs- unum, sem búa þarna í húsun- um við Mjóugötu? Þær eru þó alltaf, hvort sem er, að snuðra eftir karlmönnum! Hvers vegna fundu þeir upp á að svívirða jafn heið'virða stúlku og Mummu? Bang! Hæ, heyrið þið öskrið í honum, þessum? Þetta er tónlist við ykkar hæfi! . . . En sá kjafta- gangur í helvítis hyskinu! Hvað er nú á seiði? Það lítur út fyrir, að þeir séu bara farnirl Guð má vita, hvort það er nokkur leið fyrir mig að fara í kapphlaup við þá! . . . Fimmtíu — hundrað — þúsund — fimm þúsund móti einum! Þannig hefur þetta bölv- að hyski alltaf barizt gegn okk- ur blökkumönnum! Aldrei hef- ur þess heyrzt getið, að einn hvítur maður hafi nokkurn tíma barizt við einn blakkan! Þeir verða að vera þúsund um það að koma fyrir kattarnef einum — og það litlum unglingi — eins og Bobb Harper! Reykur? Það getur þó alls ekki verið reykur! Ojú, svo sann- arlega! Þeir ætla að brenna mig inni. Bang! Þar hitti ég einn til viðbótar — þann fjórða! Ó, guð' minn almáttugur! Bara eitt einasta skot eftir! Aldrei skyldu þeir ná honum lif- andi! Mundu taka hann af lífi án dóms og laga! Kannski mundu þeir brenna hann! Fyrir fám vikum brenndu þeir blökku- pilt í Texas — brenndu hann HEIMILISRITIÐ 29

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.