Heimilisritið - 01.01.1949, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.01.1949, Blaðsíða 7
ofraun. Ég var veiklvndur, efa- gjarn og vantrúaður og beizkur í lund. Eg hafði glatað' trúnni á lífið. Mér virtist allt vera unnið fyrir gýg. Allt væri í rauninni einskisyerður hégómi. Það var eitt af þessum kvöld- um, þegar luigarangrið hafði gripið mig sterkum tökum. Eg hafði tekið mér göngu út úr þorpinu til að vera einn með óró- legar hugsanir mínar. Eg reikaði einn út með sjónum, fram á tangann, þar sem brimið' braut á klöppunum. Eg fann huggun í að horfa á hamfarir hafsins, það gaf mér nýjan þrótt og þrek, ef til vill mest af því, að það sýndi mér enga meðaumkun. Það var tekið að skyggja og kaldranaleg- ur gjóstur í veðri. Þegar ég beygði inn götuna yzt í þorpinu, barst að eyrum mér söngur barns, innilegur og einlægur söngur. Það var eitt- hvað svo hreint og sakleysislegt yfir þessum söng, að ég tók ó- sjálfrátt að' hlusta á hann. Þessi barnslegi söngur snart einhvern viðkvæman streng í brjósti mér. Hann hafði einhver sefandi og friðandi áhrif á mig. Hann minnti mig á æsku mína, minnti mig á þegar ég var lítill drengur og sat í eldhúsinu í rökkrinu og söng söngvana sem móðir mín kenndi mér. Ég stóð litla stund kyrr og hlustaði. Söngurinn virt- ist berast frá húsi er stóð skammt frá götunni. Ég gekk heim að húsinu. A neðsta þrepinu við húsið sat lítil, veikluleg og horuð' telpa. Hún var í skjóllausri kápu, ber- höfðuð og tinnusvartir lokkar flögruðu" fyrir vindinum. Hún hnipraði sig saman og hafði stungið höndunum undir káp- una, því henni var svo kalt. — En hún söng. Þetta var Hlín litla. Þegar ég gekk til hennar, horfði hún á mig dökkum og fallegum augunum og hætti að syngja. — Því situr þú hér, blessað barn, í kuldanum og syngur? sagði ég. — Til að fara ekki að gráta, sagði telpan, setti upp skeifu og tár komu fram í augnkrókana, en hún harkaði þó af sér. — Syngurðti til að fara ekki að gráta? sagði ég. — Já, hún mamma sagði, að þegar mér liði eitthvað illa, þá ætti ég bara að syngja, þá kæmi gráturinn ekki og þá batnaði allt fljótt. — En því ferðu ekki inn til þín, úr því að þér líður illa, í stað’ þess að sitja hér úti í kuldanum? — Ég má ekki vera inni. Ég var rekin út. — Varstu rekin út? — Já, sagði litla telpan og nú HEIMILISRITIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.