Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 43

Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 43
Prinsinn af Wales Sjálfsœvisaga hertogans af Windsor — 6. þáttur AFI MINN, Edward VII. dó í Buckingham-höll, nokkrum mínútum fyrir miðnætti, þann 6. maí 1910. Sama dag hafði einn af veðhlaupahestum hans unnið sigur á veðreiðunum í Kempton, og ég minnist þess, hve glaður faðir minn var, er hann fór með þau tíðindi til hins deyjandi föð- ur síns. Sennilega síðasta fréttin í þessum heimi, sem hann fékk og skildi. Morguninn eftir vaknaði ég við óp í Bertie bróður mínum, núverandi konungi. Hann kall- að'i til mín frá glugganum í svefnherbergi okkar: „Sjáðu, konungsfáninn er í hálfa stöng“. Eg flýtti mér fram úr til að sjá þetta Og nú vissi ég að Edward kon- ungúr, elzti sonur Viktoríu drottningar, var látinn, 69 ára að aldri, eftir níu ára völd. í huga mér var hann góður mað- ur. Glaðlyndi hans leyndi því oft á tíðum, að hann hafði mikil völd og áhrif, en ég hugsaði mér hann oft sem hinn síðasta Breta, er lifði verulega góðu lífi alla sína daga. Finch þjónn okkar bar okkur morgunte og lét það' fylgja, að faðir okkar vildi tala við okkur. Faðir minn var öskugrár í fram- an og hann táraðist, er hann sagði okkur, að afi væri farinn. Eg svaraði heldur daufur í dálk- inn, að við hefðum þegar séð konungsfánann í hálfa stöng. Faðir ininn virtist ekki heyra það sem ég sagði, en skýrði okk- ur frá ýmsu í sambandi við síð- ustu stundir afa. En allt í einu sagði hann höstuglega: „Hvað varstu að segja um konungsfánann?“ „Hann var í hálfa stöng á höllinni“, svaraði ég. Faðir minn byrsti sig og muldraði: „En það er ekki rétt“. Og hann hélt áfram að muldra í hálfum hljóðum hina gömlu setningu: „Konungurinn er lát- inn. Lengi lifi konungurinn“. Því næst skipaði faðir minn HEIMILISRITIÐ 41

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.