Heimilisritið - 01.01.1949, Qupperneq 52
ur“, sagði hún brosandi. „Ég
skal skýra þetta“.
Þjónninn var farinn fram í
eldhús, og ég settist við' hlið
hinnar fegurstu allra fagurra
kvenna og vissi hvorki í þennan
heim né annan.
„Vinur“, hóf hún máls. „Fyrir
viku sinnaðist okkur, mannin-
um mínum og mér, og hann fór
frá mér öskuvondur. I viku hef-
ur því legið illa á mér, en nú er
ég aftur orðin kát. Nú veit ég
að maðurinn minn muni koma
aftur til mín. Hann er svo ægi-
lega afbrýðisamur, hann .....“
„Maðurinn yðar?“ hrópaði ég
steinhissa.
„Já, hann Enríco. Ég þekki
það frá fyrri tíð, að ef liann sér
mig með jafn fínum manni og
yður, tekur hann aftur að'
brenna af ást til nnn. Ég vildi
óska......“
„Enrico, maðurinn vðar“,
stamaði ég, • „hann — er hann
.....?“
„Já, hann er þjónn hérna“
Það hefur alla tíð verið helzti
kostur minn, að ég er fljótur að
taka ákvarðanir.
„Sælar“, sagði ég. Og ég fór
leiðar minnar'.
Ég var kominn yfir torgið og
í þann veginn að ganga inn um
gistihússdyrnar, þá heyrði ég að
kvenmaður kallaði eitthvað fyr-
ir aftan mig. Eg leit við og sá,
að Michaela hin fagra kom
hlaupandi á eftir mér.
„Vinur!“ kallaði hún. „Bíðið!
Bíðið!“
Og þegar hún var komin til
mín greip hún í handlegginn á
mér.
„Enrico bað mig skila kveðju
til yðar og því með, að þér hafið
í flýtinum gleymt að greiða
reikninginn“, hvíslaði hún og
fékk mér þvældan pappírsmiða.
Á honum stóð:
„Ein kampavínsflaska: 20
pesetar“.
Ég sagði ljótt, en borgaði.
ENDIH
Pólitík.
Einar OlReirsson og Stefán Jóhann Stefánsson voru eitt sinn á sama máli um
frumvarp eitt. sem fram kom á Alþingi.
„Þetta er eiginlega merkilegt“, sagði annar |>eirrn . Þetta en vist i f.vrsta
skipti sem við liöfuni verið sammála á þingi".
„Já“, svaraði hinn. „mér datt einmitt það sama í hug. Og ég er nú farinn
að fá sterkan grun um, að mín skoðun á málinu sé að líkindum alveg röng“.
50í
HEIMILISRITIÐ