Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 57

Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 57
kveðjuskyni, kæruleysjslega, eins og allt annað, en þó lét það í eyrum hennar eins og uppástunga tim stefnumót. SJÖTTI KAFLI MADISON Avenue var laugað sól- skini. Jana hélt upp í borgina. Þetta var eitthvað annað en að ráfa um strætin í atvinnuleit. Hún brosti með sjálfri sér... Hafði John Blaithe í raun og veru aldrei komið á skíði? Enn það uppátæki að kynna hana fyrjr honum sem gest, er komið hefði með flugvél, eins og þessir kvenmenn, sem flýðu til Ameríku að- eins vegna þess, að skemmtanalífið var lamað í Evrópu! Guði sé lof, að hann skyldi ekki þekkja rödd hennar aftur. En — eitt orð, og hún hafði sagt hon- um sannleikann. Hún yrði að koma Priscillu í skilning um, að hún vildi ekki leika slíkt loddarahlutverk, hvað sem í boði væri. Jana hringdi til Endenberrys viðvíkj- andi nýrru þernu. Hún hafði varla lokið sögu sinni, er hann ruddi úr sér: „Lárið hana ekki Ieika á yður, því að þá ríf- ur hún úr yður hjartað. Og fyrir alla muni: engar grillur. Þetta er atvinna, hvernig svo sem þér eruð klædd. Og á morgun fellur henni ef ril vill ekki, hvernig nefið á yður er í lögun, og sparkar yður út. Komið þá til mín. Og skilið ekki fötunum!“ Jönu þótti gott að heyra þetta — enda þótt hún legði ekki trúnað á, að Priscilla gæti enn komið þannig fram við hana. Hættan var öllu fremur fólg- in í því, að á hana yrði litið sem hverja aðra eign. En þá — það vissi hún fyrir ) víst -— myndi það ekki verða ril fram- búðar. Hún ákvað að minnsta kosti að bíða með að segja móður sinni frá, hvernig málum var komið. Ef ril vill myndi lánið yfirgefa hana jafn skyndi- lega og hún hafði hreppt það. En af öllu sínú hjarta, sem var orðið svo vant óhamjngju, sagði hún við sjálfa sig: „Ó, guð, láttu það heppnast." Priscilla kom heirri í gistihúsið rétt á eftir Jönu. Það var ekki laust við, að hún liti út eins og hún hefði grátið, en þó var hún ekki í slæmu skapi, og hjálpaði Jönu til að flytja muni sína úr þernuherberginu inn í aukasvefnher- bergið. Nýja þernan, sem kom síðdeg- is, hét Etel, og var auðsjáanlega dug- leg stúlka. Priscilla tilkynnti' henni, að Jana stjórnaði heimilinu, og Jana rétti stúlkunni höndina. „Ég er viss um að okkur kemur vel saman, Etel.“ Þegar hún hafði sýnt Etel íbúðina, fór hún inn í herbergi sitt, og þar beið Priscilla hennar. „Þakka þér fyrir — ég var rétt í þann veginn að kalla hana Maríu,“ sagði Priscilla glaðlega. „Hræðilegt! ég skil það nú.“ Og áður en Jana gæti komizt að — hana langaði mjög til að fræðast um starfssvið sitt — hélt Priscilla á- fram: „Auðvitað skil ég ýmislegt, en stundum má ég til með að vera illkvitt- in. Ég get ekki að því gert.“ Það lét hálft í hvoru í eyrum eins og afsökun, hálft í hvoru sem kvörtun. Hún bjóst til að fara, en staðnæmdist frammi fyrir myndinni, sem Jana hafði sett á kom- móðuna. „Faðir yðar?“ sagði hún. „Ég sé svip- mótið.“ „Já,“ sagði Jana lágt. HEIMILISRITIÐ 55

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.