Heimilisritið - 01.01.1949, Blaðsíða 8

Heimilisritið - 01.01.1949, Blaðsíða 8
fór hún að snökta. — Komdu inn með mér,' sagði ég, reyndi að hugga hana og strauk henni um vangann. — Eg — ég þori það ekki, sagði hún með ekka. — Jú, þér er alveg óhætt að koma inn með mér, sagð'i ég og rétti henni höndina. Hún tók í hönd mína eins og með hálfum huga. Hún var krókloppin. Eg opnaði hurðina og leiddi telpuna inn. Hún virtist kvíðin og hrædd og leit óttaslegnum augum í kringum sig. Hún tók fastar í hönd mína er við kom- um inn, og hjúfraði sig upp að mér til að leita verndar hjá mér. Hjónin voru í stofunni. Mað- urinn sat álútur við borð í miðri stofunni og liorfði í gaupnir sér. Konan stóð' hjá honum með krosslagðar hendurnar á fram- settum maganum. Það var auð- séð á öílu að þau höfðu verið að kíta. Þau störðu í fyrstu orðlaus á mig. Svo sagði konan í gremju- legum og geðillskufullum tón: — Nú — nú — hefur nú stelusmánin verið einhvern and- skotann að kjafta? Ég sagði, að telpan hefði ekki verið að kvarta yfir neinu. En þau mættu skammast sín, að sitja hér inni í hlýrri stofunni, en reka lítið barn út í kuldann. Þau hreyttu í mig ókvæðis- orðum, vönduðu mér sannarlega 6 ekki kveðjuna og sögðu, að mér lcæmi þeirra heimilisbragur og ástæður lítið við. Ég bað þau að' spara sér öll smánaryrði í minn garð, en geyma þau handa sjálfum sér, því að svo liti út sem þau virtust þeim hjartfólgnust í sambúðinni. En svo sannarlega sem við vær- um ekki allsráðandi um líf okk- ar hér á jörðinni, mundi hefnd- in slá hvern þann, sem af full- komnu miskunnarleysi, grimmd og fúlmennsku legðist svo lágt að traðka á og misþyrma varnar- lausum lítilmagna, sem engan ætti að, nema guð. Svo framar- lega sem guð væri til, mundi hans réttláti dómur koma yfir þær manneskjur, sem í nafni hans þættust vera að' sýna kær- leiksverk og kristilegt hugarfar, með því að taka að sér munaðar- leysingja og sýna það síðan á þennan veg. Hvert tár, hver þjáning hinna smáu hrópaði til himins — og þeir, sem ættu reiði guðs og manna vfir sér, ættu enga miskunn skilið. Ég hélt áfram að tala, en vissi varla lengur hvað ég sagði. Loks sögðu þau ekkert, mótmæltu engu orði, heldur horfðu agn- dofa á mig, skelkuð á svipinn. Þegar ég hafði lokið reiðilestri mínum, þaut ég út æstur í skapi með þeim orðum, að ef þau skertu hár á höfði telpunnar og HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.