Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 19

Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 19
„Mikið ertu duglegur', sagði Nancy. Þótt lesandinn sé ekki nýgiitur, getur hann lært talsvert af þessari smósögu eftir Thomas Bell. eitthvað fallegt við mig ÞAU HÖFÐU verið gift í rúmt ár, þegar Joel varð það ljóst, að kvenfólki hættir við að leggja ofmikið upp úr ást og rómantík í daglegu lífi. Það var •bersýnilega ekki nóg, að' menn stunduðu vel starf sitt, drykkju ekki og væru ekki á þönum á eftir öðru kvenfólki. Menn þyrftu líka að hafa í sér ein- hverjar rómantískar uppsprett- ur, sem hægt væri að ausa úr án afláts. En Joel var ekki sá austur laginn, og hann duldi það ekki. „Það krefst þess heldur eng- inn af þér“, sagði Nancy. „Ef þú segðir bara eitt og eitt hlý- legt orð öðru hvoru. En það er erfiðara að 1 oga út úr þér hrós- vrði heldur en þótt mað'ur ætti að draga úr þér tönn“. Joel stundi, fremur vegna þessara orða en hins, að svo erf- itt væri að lyfta útvarpinu svo að Nancy gæti þurkað rykið undan því. HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.