Heimilisritið - 01.01.1949, Qupperneq 39

Heimilisritið - 01.01.1949, Qupperneq 39
það verði enginn lás fyrir þeim í nótt“. „Þakka yður kærlega fyrir“, sagði hún reigingslega og fór. ÞAÐ VAR dimmt í íbúðinni þegar Lib kom heim. Henni hafði leiðst allt kvöldið, borð'að ein og horft á tvær leiðinlegar k\'ikmyndir. Engin óþvegin matarílát voru í eldhúsinu. Hún flýtti sér inn í svefnherbergið og lokaði hurðinni hægt á eftir sér. Hún svaf vel og Jét sig engu skipta ólæstu dyrnar. Þegar hún vaknaði um morguninn lagði hún við hlustirnar. Ekkert hljóð heyrðist. Síðan fór hún í slopp og gekk fram í eldhúsið. „Góð'an daginn!“ sagði Johnny. Hann sat uppi á eldhús- borði, drakk kaffi og las í blaði. Hann var búinn að klæða sig og raka, og var glaðvaknaður. Henni þótti nú miður að hún skyldi hafa komið fram ógreidd og með stírurnar í augunum og sveipaði fastar að sér sloppnum. Hann leit brosandi á hana: „Þér eruð' ekki síðri að sjá yður þegar þér eruð nývöknuð!" sagði hann. Slíkt og þvílíkt varð að taka fyrir strax, og hún hóf máls: „Heyrið mig nú!“ Hann bandaði frá sér með hendinni. „Sleppið þessu — Þetta er bara smáathugasemd, sem kemur aðalmálinu ekkert við. Það skyldi ekki vilja svo til, að þér vissuð, hvar hægt væri að fá leigt húsnæði til verzlun- ar?“ „Nei, en ég er annars að leita fyrir mér um slíkt húsnæði líka“. Johnny rak upp stór augu. „Hvað gerið þér?“ „Eg ætla að setja upp verzl- un með' lampahlífar. Ég teikna hlífarnar og bý þær til sjálf“. „Og ég ætla að stofna raf- tækjaverzlun og viðgerðastofu“. Johnny stóð á fætur. „Jæja, ég sé ekki neitt í blaðinu, svo ég verð að leita fyrir mér. Viljið þér sitja í hjá mér?“ „Nei, þakka yður fyrir“. „Jæja, þér um það. Eg á vagninn núna“. Lib hugsaði sig um. „Já, það er satt. Það er annars skárst ég sitji í hjá yður, ef þér viljið bíða eftir mér“. Þau fundu auða búð. Leigan var alltof há, en húsnæðið var stórt og skemmtilegt og á góðum stað, og þau langaði bæði til að taka það á leigu. Miðlaranum datt snjallræði í hug. „Húsnæð- ið er nægilega stórt handa tveim verzlunum, og ykkur mun báð- um verða mikið hagræði að' því. Þið getið áreiðanlega hjálpað hvort öðru um viðskiptavim“. Johnny og Lib höfðu hvorugt komið auga á, að samband væri á milli raftækja og lampahlífa, HEIMILISRITIÐ 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.