Heimilisritið - 01.01.1949, Qupperneq 11
blístra og herma eftir söng skóg-
arþrastanna.
Torfi sneri sér í stólnum,
brosti framan í mig og sagði að-
eins:
— Þetta er pilturinn hennar
Hlínar.
Eg kinkaði kolli þegjandi.
I þessu var eldhúsglugganum
lokið upp og andlit Hlínar birt-
ist þar. Augu hennar voru skær
og fagnandi. Hún veifaði hendi
glaðlega til piltsins.
Pilturinn veifaði á rnóti og
hélt áfram að herma eftir skóg-
arþrestinum, enn ákafara en áð-
ur.
Þessir ungu elskendur minntu
líka á litla, saklausa fugla á
grein í skógi, er kvökuðu ástar-
ljóð sín á blíðum sumarkvöldum.
Hlín kom nú út og gekk til
Torfa, bevgði sig niður að hon-
um, kyssti hann laust en ástúð-
lega á kinnina og sagði:
— Pabbi, við Baldur ætlum
að ganga upp í skóg, því að veðr-
ið er svo fallegt í kvöld.
— Jæja, telpa mín, gerið þið
það, sagði Torfi bh'ðlega en of-
urlítið kíminn.
Að því búnu hljóp Hh'n létt-
stíg niður að grænmálaða hlið-
inu, þar sem pilturinn hennar
beið hennar.
— Falleg stúlka — hún Hlín
fósturdóttir þín, varð mér aftur
að orði.
— Hún er bara snotur, sagði
Torfi ánægjulega, tottaði pípuna
sína og horfði á eftir elskendun-
um ungu, er leiddust gegnurn
skógarkjarrið meðfram læknum,
er rann niður gilið í hlíðinni.
Allt í einu sagði Torfi: — Já,
þannig er lífið, vinur minn, við
erum orðnir gamlir menn, áður
en okkur varir, og nú höfum við
setið hér þetta kvöld og rætt
um æsku okkar — yljað hugann
með gömlum minningum — um
þessa fáu, sólfögru daga æskunn-
ar, sem liðu áður en okkur varði
— og lifa aðeins í endurrninn-
ingunum líkt og draumur — sem
okkur stundum er jafnvel óljóst
hvort hefur verið svefn eða
vaka.-------En tíminn og lífið
heldur áfram — og ný blóm
spretta — og fyrir þeim er þessi
gamla jörð og aldna tilvera sem
nýskapaður heimur, fullur af
töfrum, vonum og þrám, með
heillandi ævintýraljóma yfir ó-
þekktri framtíð og ævibraut. Og
í hverju ungu hjarta sem finnur
æðaslátt lífsins er veröldin ný —
sem voldugur lofsöngur til guð-
anna um hinn fyrsta dag sköp-
unarinnar.------
En við brosum — minnumst
gamla fólksins í æsku okkar, er
hristi æniverðug og gráhærð höf-
uð sín yfir gáska og ærslum æsk-
unnar og vildi gefa henni hollar
og heillavænlegar ráðleggingar,
HEIMILISRITIÐ
9