Heimilisritið - 01.01.1949, Blaðsíða 28
voru íullorðnir, aðrir unglingar.
Atta af þeim stóðu í hvirfingu
utan um hina tvo. Annar þeirra
lét móðan mása. Hann var víst
að segja frá einhverju skemmti-
lega og merkilegu, því að hvað
eftir annað skelltu hinir upp úr
og hnipptu hver í annan.
Skyndilega varð þögn. Ber-
höfðaður og frakkalaus maður
kom á sprettinum eftir götunni
og stefndi í áttina til þeirra.
Hringurinn rofnaði, og þeir átta,
sem í honum höfðu verið, dreifð-
ust sinn í hverja áttina. Eftir
stóðu hinir tveir, Jim Arker
og Karl Allen. Það var Jim, sem
hafði verið að segja söguna.
Bobb gekk rakleitt að honum.
Jim, sem var gráfölur á hörund,
fölnaði ennþá meir. Hann vatt
sér við og hugðist taka til fót-
anna, en það var um seinan.
Bobb nísti hann logandi haturs-
augum, og steinþegjandi lyfti
hann skammbyssunni, sem hann
hélt á í hægri hendi, og skaut
— ekki einu, heldur tveim skot-
um í brjóstið á Jim Arker. Karl
Allen hugðist stökkva á Bobb og
afvöpna hann í einu v'etfangi,
en í sömu svipan og hann vék
sér við til árásarinnar, skaut
Bobb tveim kúlum í höfuð hon-
um, svo að hann hné niður, bylt-
ist snörlandi við fætur Bobbs.
Þegar hér var komið, höfðu
hinir forðað sér úr augsýn.
Án þess að fara sér óðslega að
neinu, gekk Bobb að Fordbíl,
sem stóð á götubrúninni. Þetta
var lítill vöruskrjóður. Bílstjór-
inn hafði vikið sér frá í hasti, og
vélin var í gangi. Bobb sté upp
í bifreiðina og settist í öku-
mannssætið, og þó að gatan væri
að fyllast að fólki, sem næstum
virtist spretta upp úr jörðinni,
þá tókst honum að aka af stað
— áður en nokkrum gæfist tóm
til að koma í veg fyrir það. Hann
ók hraðfara vestur Vonastræti,
beygði síðan inn á Norðurveg og
brunaði út úr bænum og norður
í sveit.
Hann var ekki kominn nema
fimm, sex kílómetra norður fvr-
ir bæinn, þegar vélin tók að
lúksta og hökta, og brátt stanz-
aði hún til fulls. Benzínið var
þrotið. Hann stökk út úr bíln-
um. Utan við veginn var þétt
kjarr, og öðrum megin hans var
brekka. Bobb skaut sér undir
pallinn, fékk vikið bílnum til og
hrundið honum út af vegbrún-
inni og niður í hallann. Hann
rann síðan inn í kjarrið, svo að
hann varð ekki séður af vegin-
um.
Bobb fór því næst sjálfur út í
kjarrið. Bara að hann gæti nú
einhvern veginn læðzt nógu
tímanlega í vöruvagn í lestinni
og tekizt að laumast með henni
eins langt norður og brautin
26
HEIMILISRITIÐ