Heimilisritið - 01.01.1949, Side 14
pg þeir, sem hanh sá á ferð'alag-
inu. Og draumur hans rættist
enn betur en hann hafði vonað.
Hanu hefur nú um margra ára
skeið verið viðurkenndur sem
„konungur kúrekanna“ í kvik-
myndunum.
Faðir hans var skósmiður í
borginni Cincinnati í Ohiofvlki,
þegar Roy fæddist, 5. nóvember
1912. Sjö árum seinna flutti
fjölskyldan til lítils þorps,
skammt frá borginni Ports-
mouth í sama fylki. Þau sett-
ust að á litlum jarðarskika og
faðir Roys fékk atvinnu hjá skó-
verksmiðju í Portsmouth, en
Roy hjálpaði móður sinni og
systrum við búverkin.
Fyrsti hesturinn, sein hann
eignaðist, var lítil, brún hryssa,
mjög spretthörð Og eftir að Roy
hafði séð kúrekakappann Tom
Mix, í kvikmvndahúsi í Ports-
mouth, lék hann kúreka öllum
stundum.
Svo fór Rov í gagnfræðaskóla
og kýnntist alvöru lífsins.
Draumur hans um ævintýralíf á
sléttum Vesturríkjanna. hvarf í
skuggann fyrir vandamálum
daglega lífsins. Hann fór að búa
sig undir að nema tannlæknis-
fræði, en á síðustu stundu, hvarf
hann frá því ráði, einkum vegna
féleysis fjölskvldunnar. Atti
hann nú að feta í fótspor föður
síns og gerast skósmiður? Það
virtist liggja beinast við.
I eitt ár vann hann með löður
sínum í skóverksmiðjunni, en
var í skóla á kyöldin. Einn af
viðskiptavinum verksmiðjunnar
var Thompson héraðslæknir, er
átti heima alllangt frá borginni.
Faðir Roys kynntist honuin, þar
eð hann smíðaði reiðstígvél
handa honum. Samkvæmt boði
Thompsons dvaldi Roy um
tíma á sveitasetri hans. Hann
fékk leyfi til að ríða um hinar
víðjendu Qhio-heiðar eftir vild.
Og það léyfi notaði hann sér út
í æsar. T hnákknum var hann í
essinu sínu. Hann hafði svo gott
lag á hestum, að svo virtist sem
hesturinn og hann skildu hvorn
annan af eðlishvöt, alveg ósjálf-
rátt.
Systir Roys hafði gifst og
flutt til Kaliforníu. Eftir dvölina
hjá Thompson linnti Roy ekki
látunum fyrr en foreldrar hans
leyfðu honum að heimsækja
systur sína. Heimsóknin var
stutt, en afdrifarík. Hún varð til
þess að Roy einsetti sér að flytja
til Kaliforníu eða annarra Vest-
urríkjanna, fyrr eða síðar. Því
„frjálsa glað'a lífið það kjósum
vér“, söng hann, og hafði í huga
kúrekana á hestum sínum.
Þegar heim kom keypti hann
sér gítar og fór að læra á hann.
Brátt varð hann ágætur gítar-
spilari, sem söng og lék við mikl-
12
HEIMILISRITIÐ