Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 34

Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 34
HERBERT Sylvester setti auglýsingu í sunnudagsblaðið: Tveggja herbergja íbúð á góð- um stað til leigu. Prýðileg hús- gögn. 70 dollarar á mánuði. A sunnudagsmorguninn var Sylvester að hamast snögg- klæddur úti í garðinum sínum, og klukkan sextán mínútur yfir níu sá hann unga stúlku koma gangandi frá strætisvagnastöð- inni við Western Avenue. Er hún hafði nýlega beygt inn á stíginn kom ungur maður, hár og grannur, út úr Hollywood- trjágöngunum og hljóp við fót. Þegar hann kom auga á stúlk- una herti hann á sér, stytti sér leið' yfir grasflötina og varð ör- lítið á undan stúlkunni til Syl- vesters. Hún góndi á hann og leit síð- an á Sylvester. „Hann hafði rangt við“, sagði hún. Ungi maðurinn glotti og hristi höfuðið. „Nei, það eru engar reglur til um þetta“, sagði hann. „Þér voruð bara of sigurviss“. Unga stúlkan snéri við hon- um bakinu. „Erum við — ég meina, er ég fyrst?“ spurði hún Sylvester. „Við!“ sagði ungi maðurinn. „Ég held ég hafi verið spölkorn á undan yður, en ég skal ekki vera að fáta í smámunum. Er- um við fyrst?“ Sylvester kinkaði kolli. „Næsti 32 Þegar íbúð losnar nú á dögum, verður kapj Elisabeth og John komu næstum samtímis ( Hver á að Smásaga eftir hópur er víst að koma þarna“, sagði hann og benti í áttina til strætisvagnastöðvarinnar, en þaðan kom hópur manna hlaup- andi. „Má ég líta á íbúðina, herra Sylvester?“ flýtti unga stúlkan sér að segja. „Megum við“, sagði pilturinn. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.