Heimilisritið - 01.01.1949, Qupperneq 58

Heimilisritið - 01.01.1949, Qupperneq 58
Priscilla þagði og starði út í bláinn. Svo var sem hún fylltist hatri gegn ó- vini, sem hún ein sæi. Hún sagði ofsa- leg: „Faðir minn framdi sjálfsmorð, rétt þegar ég var að byrja að skilja hann. Já. Einmitt þá.“ Reiðileg rödd hennar endnrómaði í herberginu eftir að hún þagnaði. Jana starði rugluð á cftir henni og fann hroll fara um sig, alveg cins og nóttina áður, þegar að henni hafði sett hroll af kuldalegum, ópersónulegum spurningum Priscillu. En nú skildi hún, að Priscilla var jafnvel miskunnarlaus gagnvart sjálfri sér. Sársaukinn í svip hennar — hún skammaðist sín fyrir sér- hverja veikleikatilfinnjngu, sem neyddi hana til að tala hreinskilnislega! Orfáum mínútum síðar, áður en Jana var búin að ná sér eftir þetta átakan- lega atvik, rak Priscilla höfuðið inn úr gættinni og sagði cins og ekkcrt hefði komið fyrir: „Við skulum fá okkur te.“ Etel var í svörtum kjól og hvítri svuntu, einkennisbúningi þerna, er hún bar þeim te í setustofunni. Priscilla var komin í rauðan heimakjól. „Fallegur, er það ckki?“ Hún sneri sér við, ofurlítið hikandi, en sérhver þjáningavottur var horfinn úr rödd hennar. Fullyrðing End- enberrys, „Hún er brjáluð," kom fram í huga Jönu, en það var lítil huggun í því. Priscilla settist. „A morgun færð þú Iíka innikjól. Á hvaða lit hefur þú mest- ar mætur? Rautt er minn litur.“ „Minn er blátt." „Datt það í hug.“ „Hvers vegna?“ Priscilla hellti teinu í bollana og skenkti fyrir Jönu, eins og hún væri gestur. í stað þess að svara, sagði hún: „John er prýðisdrengur, en hann er líka skepna." Jana braut heilann um hvaða sam- band gæti verið milli litanna og Johns Blaithe, en Priscilla hélt áfram: „Auð- vitað eru alljr þannig — beggja blands, stundum góðir, stundum afleitir, eftir ástæðum. Og ástæðurnar virðast erfiðar fyrir okkur." Jana var ekki vön slíku tali, en annað- hvort tók Priscilla ekki eftir því, eða lét sem hún sæi ekki undrun hennar. „Ef til vill hefur hann rétt fyrir sér, að því er fyrri reynslu varðar,“ hélt hún áfram rólega. „Auðvitað leitar hann ásta þinna. Og því ekki það? Þú ert falleg, afar fal- leg, og bíddu bara og sjáðu hvílíka hrifningu þú vekur, þegar ég er búin að fá handa þér sómasamleg föt. Stattu upp, Jana, og lofaðu mér að sjá þig.“ Jana stóð upp, var skoðuð með gagn- rýni og fékk að setjast, þegar hún Var búin að ganga tvisvar eftir endilangri stofunni. „Allt skreðarasaumað. Það hæfir þér bezt,“ sagði Priscilla ákveðin. „Og þú vcrður að þyngjast um tvö pund. Dá- litlar mjaðmir eru til bóta.“ „Finnst þér í raun og veru, að ég ætti að þyngjast?" spurði Jana, aðeins til þ ess að segja eitthvað. Priscilla svaraði ekki beint. „Við am- erísku konurnar erum glæsilegri en þið í Evrópu," sagði hún hugsandi. „En þið hafið eitthvað annað, sem okkur skortir. Ég veit ekki hvað það er. Ef til vill höfum vjð of mikið af heil- brigðri skynsemi. Við erum of hagsýn- ar . . . Hvað álítur þú?“ „Eg hef aldrei hugsað um það,“ svar- 56 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.