Heimilisritið - 01.01.1949, Qupperneq 4
Guðmundur K. Eiríksson
EHDUR-
ÓMAR
SMÁSAGA
EFTIR að hafa flækst víða
um heiminn í ellefu ár, leit ég
nú aftur Tangaþorpið, æsku-
stöðvar mínar. Utþráin var mér
í blóð börin og ég hafði snemma
farið í siglingar, en aldrei hafði
liðið langur tími, svo að ég kæmi
ekki heim og dveldi þar um
stund. Nú var ég enn kominn
heim og að þessu sinni fastráð'-
inn í að setjast að fýrir fullt og
allt. Mér þótti garnan að líta aft-
ur gamla þorpið mitt, þótt lítið
væri og fátæklegt; ganga aftur
um þessa gamalkunnu stigu, og
sjá gömlu, og fornfálegu, en
vinalegu húsin. Þó margt hefði
vitanlega breytzt, kom þetta
allt mér kunnuglega fyrir sjónir.
Hér, í þessu vinalega umhverfi,
átti ég heima. Hér, og hvergi
annars staðar, hafði heimili mitt
alltaf verið. Hér var ég tengdur
hverjum hlut, — hverri sál.
Eg gekk um meðal vina og
gamalla kunningja og heilsaði
upp á þá. Eg spurði eftir Torfa
Hjaltasyni, æskuvini mínum, en
fékk það svar, að hann ætti nú
heima í Laugardal, átta kíló-
metra frá Tangaþorpi.
Eg frétti að í Laugardal væri
að rísa upp sumarhúsahverfi
þorpsbúa. Torfi Hjaltason,
æskuvinur minn, hefði fyrstur
manna ráðizt í húsasmíði þar.
2
HEIMILISRITIÐ