Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 12
því að það þóttist svo sem
þekkja lífið — og hvernig ver-
öldin lét.-----Þannig er það —
allt endurtekur sig.---------
En þegar ég liugsa um líf mitt
— árin sem liðin eru — er hafa
runnið og sáldrast burt — líkt
og sandur úr lófa mínum — þá
finnst mér þrátt fyrir allt — já,
þrátt fyrir að lífið hafi valdið
mér miklum trega — hafi ég
orðið hamingjusamur maður.
Þetta finnst mér fallegaáti blett-
urinn sem ég hefi.litið. Ef til vill
brosir þú ofurlitið samúðarfullur
en af hjartans einlægni, en ég
veit þú skilur mig, þegar þú
gengur um gróðurreitina mína.
Þeir eru mér nýr heimur, nýtt
líf, sem ég mun una mér við,
meðan mér endist aldur. Og þeg-
ar ég horfi í kringum mig, á feg-
urð umhverfisins, hef ég ekkert
frekar að þrá — einskis framar
að óska. — Já. þegar ég horfi
þöglum augum á skógivaxnar
fjallshlíðarnar, hlusta hljóður á
róandi og hjalandi lækjarniðinn
og hugljúfan söng fuglanna —
þá.finn ég, að ég er sannarlega
liamingjusamur maður. . . .
Torfi kveikti að nýju í píp-
unni sinni, er slokknað hafði í, og.
hallaði sér svo værðarlega aftur
í stólnum.
Ég horfði útundan nier, at-
hugulum augum á vin minn, er
sat þarna ánægð'ur á svipinn og
einblíndi á eftir elskendunum
ungu, þar sein þau gengu upp
kjarrivaxna hlíðina. Ég fann, að
hann var hamingjusamur mað-
ur. Lífið virtist einnig hafa fært
honum einhverja unaðsemd með
ástum þessara ungmenna. Það
var eins og nokkurs konar frið-
þæging fyrir það, sem lífið og ör-
lögin höfðu néitað honum sjálf-
um um að öðlast.
Dulmögnuð fegurð og yndis-
leiki sumarkvöldsins ríkti yfir
dalnum með hinni djúpu kyrrð
sinni.
Elskendurnir ungu voru
horfnir sjónum okkar inn í skóg-
arkjarrið í hlíðinni.
Til hvers skyldi sumarnóttin
vera svona hrífandi og töfrandi
nema fyrir ástina — það feg-
ursta sem guð hefur gefið mönn-
unum?
Skógurinn var að hlusta eftir
ævintýrum. Laufblöðin titruðu
af eftirvæntingu í andvaranum.
En skuggarnir i runnunum
brostu að sakleysi hinnar ungu
ástar.
Einhversstaðar heyrðust fugl-
ar kvaka kvöldljóð sín.
Við, gömlu mennirnir, sátum
hljóðir í stólunum okkar, í
blómagarðinum sunnan undir
húsinu, í hlýju aftanskininu og
dottuðum — yfir minningum
okkar og draumum.
ENDIB
10
HEIMILISRITIÐ