Heimilisritið - 01.01.1949, Side 60

Heimilisritið - 01.01.1949, Side 60
henni allt um kettina sína. Hún flúði og þokaði sér burt frá þessu ókunna fólki, sem masaði og flrakk. Morganti kom til hennar, þegar hún var í þann veginn að laumast út úr stofunni. Hann hvíslaði því að henni, að Mano væri Ieikkona, og „dauðástfangin af John.“ Jana virti leikkonuna betur fyrir sér. Stúlkan virtist þekkja alla. Hún flögr- aði milli gestanna, en Jönu fannst ein- hvemveginn hún aðeins vera að bíða eftir einhverju. Allt í einu rak Mano upp gleðióp. John Blaithe kom inr> með tvær lang- ar, hvít öskjur. Aóra rétti hann syst- ur sinni, sem virtist ekki eiga slíku að venjast af honum. „John, hvað á þetta að þýða?“ spurði hún tortryggnislega. Hann gaf Jönu hina öskjuna. í henni var eitt skrítið blóm, stórt og blátt. Hún stóð á öndinni af undrun, en þegar hún lcit upp, mætti hún aðeins ertmslegu brosi og hætti við að segja það, sem komið var fram á varir henn- ar; sagði aðeins: „Þakka yður fyrir.“ Hún sneri sér snöggt við og mætti augnaráði Mano; bað var hvasst og íhugandi. Frá þessari stundu sýndi leikkonan Jönu ódulda andúð; allir veittu því eft- irtekt, og Prisciila sagði eitthvað um góða og slæma framkomu. Jana var, leynt með sjálfri sér, hreykin af af- brýðisemi Mano, en veitti John ekki meiri athygli en kurteisi krafði. Hún talaði lengst af við Morganti greifa. Hann stakk upp á því, að þau borð- uðu kvöldverð saman og fæm síðan í kvikmyndahús, en Priscilla hló aðeins að slíkri fjarstæðu. John Blaithe afsakaði sig með því, að hann hefði lofað að helga Mano einni þetta kvöld. Gleðdeg undrun Mano var svo áberandi, að auðséð var, að henni var ókunnugt um slíkt lof- orð. John brosti sínu espandi brosi. Hon- um virtist sama hvað aðrir hugsuðu. Hann gat auðsjáanlega vafið Mano um fingur sér, án þess að spyrja hana nokk- urs. Með hverri mínútu, sem leið, eftir að þau voru farin, varð Piscilla tauga- óstyrkari. Að lokum kallaði hún Jönu inn í svefnherbergið og bað hana að hringja til Cramore í Etouria. „Hann er alls ekki farinn," sagði hún, eins og hún tryði því raunverulega. Jana hringdi og fékk stutt og laggott svar: „Fór í morgun.“ Eitt andartak ótt- aðist hún, að Priscilla ætlaði að endur- taka hamaganginn frá kvöldinu áður. En hún fór aftur inn í setustofuna, án þess að mæla orð. Morganti stakk aftur upp á kvöld- verði og kvikmyndasýningu, og vildi að Jana kæmi með þeim. Priscilla sam- þykkti kvöldverðinn athugasemdalaust, en sagðist vilja fara snemma heim. Fyr- ir utan nokkra kuldalegar athugasemdir öðru hvom, var Piscilla þögul. En svo breyttist viðmót hennar smátt og smátt, og það var hún, sem að lokum stóð fyrir því, að þau færu í kvikmyndahús, og Morganti fylgdi þeim eklci heim fyrr en um miðnætti. Þær voru varla komnar inn úr dymn- um — allt kvöldið hafði Jana kviðið þessari stund — þegar Priscilla spurði Etel, hvort Cramore hefði hringt. Hann hafði ekki gert það, og Priscilla skeytri ekkert um hin símaskilaboðin, sem Etel kom með, alveg ejns og kvöldið áður. 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.