Heimilisritið - 01.01.1949, Blaðsíða 23

Heimilisritið - 01.01.1949, Blaðsíða 23
„Hvernig?" Þögn. Joel horfði um stund á hana. Svo strauk hann vanga hennar. „Jæja, við skulum ekki ræða meira um þetta. En það' liggur samt ekki illa á þér, ha?“ Hún hristi höfuðið' og brosti. Þegar hún gekk fram hélt hann áfram að velta þessu fvrir sér. Hann játaði fyrir sjálfum sér, tregur þó, að skeð gæti að Nancy hefði einhverja ástæðu til vonbrigða. Á meðan þau voru trúlofuð hafði hann aldrei verið í neinum vandræðúm með að koma orðum að tilfinningum sínum við hana, en eftir að þau giftust hafði honum fundist allt samband þeirra svo sjálfsagt, að þar þurfti ekki að hafa fleiri orð um. Og það gat kona sem sé ekki skilið — ekki sætt sig við. Annars hafði honum alltaf veizt örðugt að koma orðum að' tilfinningum sínum við aðra. Það átti að einhverju leyti rót sína að rekja til uppeldisins. Honum liafði snemma verið kennt, að það væri ekki karl- mannlegt — ekki hyggilegt — að tala um slíkt. Karlmenn áttu að vera sterkir og þögulir, hann var að minnsta kosti sannfærður um, að þeir eiginleikar hefðu mest áhrif á veikbyggt kvenfólk. En þar hafði honum sýnilega skjátlast. Hann reyndi af al- hug að viðurkenna þetta íyrir sjálfum sér og skilja það, ef þess væri nokkur kostur. Hlustaðu nú á hana! hugsaði hann. Nancy var að raula lag fyrir rnunni sér frammi í eldhús- inu. Var ekki hægt að ímynda sér, að hún væri að búa sig í mikið og dýrlegt samkvæmi? En þau ætluðú bara í bíó. Þegar hún fór út með honum á laugardagskvöldum bjó hún sig eins og hann væri frægur kvik- myndaleikari og hefði boðið henni í næturklúbb. Henni fannst hann stórkostlegur. Hann brosti vandræðalega, þegar hann gerði sér nánari grein fvrir hugsunum sínum. Hún sagði við hann, að hann væri dásamlegur! Þótt hann gerði ekki nema setja á sig nýtt bindi eða gera við eitthvað á heimilinu, hrósaði hún honum og dáðist að honum. Hann var svo vanur þessu, að honum fannst það sjálfsagt. En þegar Nancy álasaði honum fyrir að segja aklrei neitt fallegt við hana, fannst honum hún heimsk og barnaleg. Eg er naut, hugsaði hann. Nancy kom dansandi inn í stofuna. „Eg er tilbúin“. Joel stóð á fætur og fór í jakkann. Nancy lagaði 4 honuin bindið. „Mér lízt svo vel á þig f þessum fötum“, sagði hún. HEIMILISRITIÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.