Heimilisritið - 01.01.1949, Side 54

Heimilisritið - 01.01.1949, Side 54
skautaíþrótt og skíð'a, bifreiða- akstur, ganga. Eg lifi, þegar ég nærist eftir sáran sult, eða þegar ég mynn- ist við svalan fjallalæk að lok- inni langri göngu. Eg lifi, þegar ég sef. Heilnæm- ur svefn eftir heils dags útivist undir berum himni er dásamleg- ur orkugjafi. Eg þykist lifa í skýrum daumum. Og þegar ég hlæ sjálfkrafa og hjartanlega. A hinn bóginn hef ég flokkað tilverustigin mín, þegar ég er aðeins til, á þennan veg: Þegar ég vinn hvers konar leiðindaverk, legg saman tölur, þvæ diska, svara viðskiptabréf- um, fæst við peninga, raka mig eða klæðist, ferðast með strætis- vagni eða geri innkaup. Þegar ég er í hversdagslegu ■samkvæmi eða hlusta á leiðin- legt fólk. Þegar ég borða eða drekk eft- ir að vera orðinn mettur, því að þá sljóvgast skilningarvitin. Hversdagslegir hlutir eða ljótleiki, eins og maður rekst á í fátækrahveríum, draga mig óskaplega niður á við. Þegar ég reiðist, er ég á und- anhaldi frá lífinu, er aðeins til, einnig þegar misklíð' eða mis- skilningur verða á vegi mínum. Þannig greini ég í stórum dráttum milli „lífs“ og „tilveru“. Þó verð ég að játa, að þetta er ekki algilt, því að iðulega er „lífið“ andlegt ástand og alger- lega óháð efnislegu umhvei-fi eða starfi. Það kemur til dæmis fyrir, einkum á vorin, að ég lifi í gamallegu, tilbreytingarlausu umhverfi, og að ég nýt mín full- komlega, á meðan ég er að klæð'a mig eða þvo diska, og þegar ég syng á meðan ég er að raka mig. Þó verð ég að kalla jjetta und- antekningar frá reglunni. Eg sé á minnisblöðum mín- um, áð af 1(S8 klukkustundum einnar viku hef ég lifað aðeins 40, eða 25 af hundraði. Til þeirra tel ég nokkrar stundir skapandi vinnu, sunnudagsgönguferð, sár- an sult, heilnæman svefn, örv- andi lestur, tvo leikjjætti, hluta af kvikmynd, átta stunda skemmtilegar samræður í vina- liópi. En ég er sannfærður um, að ég gæti hæglega „lifað“ hehn- ingi meira á sama tíma, ef ég losnaði úr nauðsynjafjötrunum, sem aðallega eru fjárhagslegir. Sennilega eru tilveruflokkarn- ir, sem líf mitt byggist á, sam- eiginlegir flestum mannlegum verum. Og svo má að orði kveða, að hjálpræði hvers einstaklings sé nátengt hjálpræði alls mann- kvns — að líf hvers manns þró- ist að sama skapi og líf allra með'bræðra hans. F.NDIR 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.