Heimilisritið - 01.01.1949, Blaðsíða 61

Heimilisritið - 01.01.1949, Blaðsíða 61
Hún fór þegjandi inn í svefnherbergið, sneri sér við í dyrunum og sagði kulda- lega: „Þakka þér fyrir, Jana, þú hlýtur að vera þreytt líka. Góða nótt.“ Jána var í raun og veru nógu þreytt til að gráta, en lengi vel gat hún ekki sofnað. Andlit svifu fyrir hugarsjónum hennar og margraddað mas bergmálaði í eyrum hennar. Hún ásakaði sjálfa sig fyrir að hafa ekki hringt til móður sinn- ar. Hún sá síðast blátt blóm svífa fyrir augum sér. SJÖUNDI KAFLI NÆSTU dagana fékk Jana meira af fatnaði, fötum, sem hæfðu hverskonar tækifærum. Priscilla nefndi þau einkenn- isbúninga samkvæmislífsins; hún naut þess mjög að fara í búðir og máta föt. Hún fékk aldrei nóg af því. Jana fékk samvizkubit af tilhugsun- mni um það, hversu mikið gott hefði verið hægt að gera við alla þessa pen- inga, en að þiggja þá og eyða þeim með ánægju, var ein af skyldum hennar. „Hún leikur sér að mér eins o» ég væri brúða,“ hugsaði Jana án nokkurrar beiskju, því að hún var ekki neydd til að taka við neinu, sem hún vildi ekki klæðast. Brátt hætti hún að finna til undrunar yfir því, sem henti hana, eins og það bæri við í draumi. Auðvitað gladdist hún yfir nýju föt- unum. Þau voru falleg. í sérhverjum nýjum fötum eða hatti; uppgötvaði hún sjálfa sig að nýju, og frammi fyrir hin- um mörgu speglum í búðunum, vakn- aði ást hennar til leiklistarinnar á ný. Með hverjum nýjum hatti eða fötum setti hún á sig viðeigandi fas. Það var gaman; Priscill sá það og hældi henni. Eftir því sem fatabirgðirnar urðu full- komnari, því forvitnari varð Jana að vita hvað myndi taka við af daglegum ferð- um í búðirnar. Því að Priscilla varð allt- af að hafa eitthvað fyrir stafni, eða eitt- hvað varð að gerast umhverfis hana. Á hverjum degi, þegar þær komu heim, voru komnir gestir í kokkteilgildi. Á minna en einni viku tóku þær þátt í tveimur kvöldveizlum horfðu á sjónleik, hlustuðu á útvarp og horfðu á hnefaleik, en Jana opnaði varla augun meðan á keppninni stóð. Þetta var viðburðaríkt og æsandi líf. Allt var nýtt og furðu- legt. Það varð lítill tími til að hugsa. „Mér þykir vænt um þig, og það þyk- ir öllum. Þú vinnur prýðilega fyrir mig,“ sagði Priscilla eftir bardagann, faðmaði hana og kyssti. En Jana vissi ekki sjálf nákvæmlega, hvað hún starfaði fyrir Priscillu. Það virtist ekki mikið fyrir alla peningana. Hússtörfin tóku varla tíu mínútur á dag; allt gekk eins og í sögu og Etel gætti sinna starfa ágætlega. Póstinum var ekki svarað, því að hún gat ekki sinnt hon- um nema á morgnana áður en Priscilla vaknaði. Hún hafði getað valið úr þau bréf, sem voru mest áríðandi, þar á með- al eitt, sem sent var frá Paignton í Virg- iníafylki, og undirritað, „Þtn frtsnka, Agústa." Hún skrifaði, að Priscilla og John hefðu lofað að heimsækja hana áð- úr en hún kveddi þennan heim. En skriftin var svo þróttleg, að Jönu grun- aði að þetta væri einungis eitt dæmi um kaldhæðni Blaithe-ættfólksins. En þó var Jana í einna mestum vand- ræðum með tylft af bréfum, sem öll HEIMILISRITIÐ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.