Heimilisritið - 01.01.1949, Side 36

Heimilisritið - 01.01.1949, Side 36
sagði ungi maðurinn og tók upp veskið sitt. ,;Ef þér haldið, að ég ætli að fara' að búa í íbúðinni með yð- ur, hljótið þér að vera genginn af göflunum**, sagði þá unga stúlkan. Ungi maðurinn’ lyfti brúnum. „Mér gekk nú gott eitt til — en þá tek cg hana bara einn, ef þér viljið það heldur!“ Stúlkan starði á hann og sá, að honum myndi ekki verða hnikað. „Einhversstaðar verð ég að búa“, sagði hún í öngum sín- um. „Á morgun verður mér skip- að út úr herberginu, sem ég hef í gistihúsinu“. „Og ég hef þegar verið rekinn úr mínu herbergi. Dótið mitt var sett út á gang í morgun“ Sylvester tottaði vindilinn sinn hugsi. Að lokum sagði unga stúlkan: „Ég verð að fá íbúð. Er lás fyrir svefnherbergisdyrun- um?“ Pilturinn glotti: „Nei, en ég skal sjá um það. Svolítil örvggis- festi, svo að ég verði ekki of nær- göngull“. Hann tók aftur upp \eskið sitt: „Við borgum þá 85 dollara hvort?“ Sylvester kink- aði kolli, en var þó hálfhikandi. „Ég veit svei mér elcki“, sagði hann að lokum. „Þið eruð að sjá prúðar manneskjur bæði, en maður verður að gæta þess, hvað sé viðeigandi“. IJnga stúlkan dró djúpt að sér andann. „Nei, nú skal ég segja yður nokkuð — úr því að ég geng að þessu, þurfið þér ekki að hafa neinar áhyggjur af því“. „Nei, nauðsyn brýtur lög, ég verð svei mér að slaka til við samvizkuna líka“, sagði ungi maðurinn. Sylvester tottaði vindilinn sinn. „Jæja“, sagði hann að lok- um. Hann tók kvittanahefti úr vasa sínum og fór að skrifa kvittun. „Hvað heitið þér?“ spurði hanri. „Elísabeth Hastings!“ flýtti unga stúlkan sér að segja. „John Hastings“, sagði piltur- inn og deplaði augunum glað- lega framan í hana. Hún horfði kuldalega á hann. „En það er satt“, sagði hann og tók vega- bréfið sitt unp úr vasanum til að sanna mál sitt. „Jæja“, sagði Svlvester hinn ánægðasti. Síðan fékk hann þeim sinn lykilinn hvoru að í- búðinni. ..Það fylgir bilskúr í- búðinni“, bætti hann við um leið og hann fór. Nú urðu þau vandræðaleg og þögðu um stund. „Elísabeth . . .“ hóf pilturinn loks máls. „Við skulum ekki vera með neina tilgerð“, svaraði hún. „Ég er kölluð Lib, og það er skárst að' þér kallið mig það lika“. 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.