Heimilisritið - 01.11.1949, Síða 7
♦
legum fagnaði. Ég var ham-
ingjusamastur allra.
En svo dundi reiðarslagið' yf-
ir. — Þú brást mér. Ég tók aftur
að drekka og vanrækja námið.
Ég var sinnulaus, fór á hverja
ruslskemmtunina á fætur ann-
arri, til að drekkja sorgum mín-
um. Ég eyddi öllu því fé, sem
átti að nægja mér það sem eftir
var vetrar, í hreinan óþarfa, vín
og skemmtanir. Ég komst í
skuldir og missti loks allt láns-
traust. Ég sá þó að mér að lok-
um, því ekkert dugði. Sárið
vildi ekki gróa. Ég bað föður
minn að hjálpa mér og tók að
bæta ráð mitt, en mér gekk illa
að festa hugann við lesturinn.
Ég mætti þér oft, en lét sem
ég sæi þig ekki, og þó sá ég þig
horfa á mig þunglyndislegum
ásökunaraugum.
Eitt sinn komstu heim til
mín. Ég var þá á fylliríi með
nokkrum skólabræðrum mínum.
Þá voru liðnir nokkrir mánuðir
frá því þú komst seinast. Ég
bauð þér inn. Þú baðst mig um
að tala við þig einslega, grát-
baðst mig, en ég bara hló og
smánaði þig í orðum, og félagar
mínir hlógu líka og smánuðu
þig. En þú lézt það eklri á þig
fá, stóðst bara róleg og alvar-
leg og baðst mig enn að tala við
þig. Mér gramdist hversu róleg
þú varst, og loks skvetti ég
framan í þig úr vínglasi og sagði
þér að hypja þig út; þú eyðilegð-
ir lcvöldið fyrir mér!
Ég leið helvítiskvalir á eftir.
Ég gleymi aldrei þeim augum,
sem þú leizt á mig þá. Tárin
tóku að renna nið'ur vangana, en
þessi augu, full af ást og fyrir-
gefningu, en um leið full af þög-
ulli ásökun, líða mér aldrei úr
minni. Það var fróun aðeins í
bili að leika þig svona grátt. En
eftirköstin voru meira en skelfi-
leg.
Næsta morgun lá ég í rúminu.
Þá fékk ég bréf frá þér. Þú
minntist ekkert á kvöldið, en
sagðir mér aðeins, að innan
skamms myndi barnið okkar
fæðast, og þú grátbaðst mig að
tala við þig. — Ég var í fyrstu
sem steini lostinn. Ég var næst-
um rokinn af stað til að hitta
þig. Ég fékk mér vænan slurk af
brennivíni, sem ég átti eftir frá
því kvöldið áður. En þessi hel-
vítis drykkur verkaði öfugt. Það
streymdu að mér efasemdir.
Auðvitað átti ég ekki krakkann,
heldur þessi nautshaus, sem tók
þig frá mér. Ég drakk meira, og
loks skrifaði ég þér bréf og sagði
þér grun minn. Ég sagðist ekki
ætla að láta blekkjast til að við-
urkenna bam, sem einhver laus-
lætisdrós kenndi mér, því ég
hefði ástæðu til að ætla, að ýms-
ir fleiri kæmu til greina. Ég
HEIMILISRITJD
5