Heimilisritið - 01.11.1949, Síða 8

Heimilisritið - 01.11.1949, Síða 8
hvorki sá þig né heyrði eftir þetta. — Eftir nokkurn tíma gat ég rétt mig við upp úr óreglunni, en ég gleymdi þér aldrei. ÞANNTG HAFÐI ÞETTA gengið til. — Eg lá og hlustaði á lagið, meðan þessar hugsanir þutu gegnum hug mér. Hvernig stóð á því, að þær voru svo ljós- ar nú, miklu skýrari en endra- nær? Og hvernig ætli standi á því að' ég finn ekki til sálarkval- anna eins mikið nú og svo oft áður? Var það máske af því að ég var ekki með sjálfum mér? Hvers konar höfgi var þetta? Ég var þó glaðvakandi. En ég var eitthvað svo máttvana — gat mig elcki hreyft. Eða var það ef til vill af því að ég hitti vin- konu hennar þá um daginn úti á götunni? Það gat verið'? Mér hafði einmitt í dag, hvað' eftir annað, fundist, eins og ég hefði gert henni órétt; að hún væri saklaus. En alltaf kom þó efinn á eftir. Hvers vegna fór hún á dansleikinn með þessum manni, án þess að láta mig vita — án þess að segja neitt um það við mig? Eg hef iíka séð hana með honum síðan. — En samt . . . Af hverju sagði vinkona henn- ar þetta við' mig í dag? Hún stoppaði mig á götunni og virt- ist reið, er hún sagði við mig: Jæja, svikari, ræfill, og fleiri orð hafði hún um mig. Nú er bezta stúlkan í heiminum að gjalda mannvonsku þinnar. Barnið ykkar fæddist í morgun. Hún er mjög veik, en vegna ástar á þér neitar hún að segja, hver sé fað- irinn. Það veit það enginn nema við þrjú, og ég hefði víst ekki hlíft þér, ef hún hefði ekki grát- beðið mig að halda því leyndu. Þú ættir að skammast þín, fúl- mennið þitt. Ég hef aldrei séð neinn kveljast eins mikið og hana, undanfarið. Ég er mest hissa á því, að sálarkvalirnar skyldu ekki ríða henni að fullu, enda er ekki útséð' um það enn- þá. Og samt elskaði hún þig, ræfill! Ég svaraði henni engu, og hún rauk burtu. Ég gekk heim eins og í leiðslu. Ég hlaut að hafa gert henni rangt til. Já, ég var nú viss um það. Þessi hugsun kom nú að mér skyndilega, og nú var ég ekki í neinum vafa, þetta var helköld vissan. Eg veit ekki af hverju ég vissi það, en ég bara vissi það einhvernveginn. Eg var sannfærður um, að ég hefði gert henni rangt tih — Eg ætlaði að risa a fætur. Ég varð að hitta hana þegar í stað og biðja hana fyrirgefningar. Hún mátti ekki kveljast lengur. — En ég gat ekki risið á fætur. 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.