Heimilisritið - 01.11.1949, Síða 10

Heimilisritið - 01.11.1949, Síða 10
Auðunn Br. Sveinsson: f R eykja víkurstiílkan Hún er úrval íslenzkra meyja, — aðsetur: Reykjavík. Ein af þeim ótal mörgu, af yndisþokka rík. Ástljúf í öllu fasi og elur margar þrár og hefur, held ég, lifað hartnæi^seytján ár. i Og lífið er líkt og draumur og lítið, sem skyggir á. Helzt er það herraleysi, en herra má jafnan fá. Svo líður hver stund í leiðslu, það lokkar hið „villta geim". Og æskan er frjáls í förum og faðmar inn glæsta heim. Þá líður að laugardagskveldi, hún lifir í sælli von. Drauma þá bjarta dreymir um dans — og heillandi son. Margs er á milli að velja og margvísleg kostaröð: Iðnó, Oddfellow, Röðull eða Mjólkurstöð. Og kátt var í Kennó forðum kvöld eitt í nóvember. Ekki' er því unnt að lýsa, það andinn í hilling sér. Þar voru sætir sveinar með seiðandi augnaráð. En — einum var bezt að unna, það eítt mun í hugann skráð. Nú dimmir óðum af degi, en dansinn er stiginn ótt. Hún, úrval íslenzkra meyja, er einhvers staðar í nótt. í Oddfellow eða Röðli og unir hag sínum glöð, eða hún er þá farin inn í Mjólkurstöð. 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.