Heimilisritið - 01.11.1949, Qupperneq 32

Heimilisritið - 01.11.1949, Qupperneq 32
Bella átti Jeið um. Mér var dá- lítið órótt. Ég átti mikið í húfi, og ég vissi, að úti væri um allar mínar vonir, ef Bella kæmist að því, hvernig í öllu lægi. Allt í einu heyrði ég fótatak Bellu. Ég leit á úrið mitt, klukk- una vantaði firnm mínútur í tvö. Hún kom sem sé dálítið of snemma, en ég hafði beðið Mar- tein að koma tímanlega. Ég vætti varir mínar, en þær voru skraufþurrar. Ég stakk höfðinu gætilega út úr felustað mínum og sá hana nálgast. Hún hélt á litlu, svörtu töskunni og þrýsti handleggnum fast að henni . . . og andartaki síðar hófst viðureignin! Maður kom hlaupandi yfir götuna til hennar og reyndi að taka af henni töskuna. Bella rak upp undrunaróp, og þá lagði ég til atlögu. Þetta gerðist á svipstundu. Ég greip í öxlina á árásarmanninum og sneri honum við, tilbúinn að gefa Marteini hæfilega lint kjaftshögg. Þá sá ég mér til skelfingar, að þetta var alls ekki Marteinn, heldur sérlega ógeðs- legur drjóli, hrottalega eyrna- langur og nefbrotinn! Mér féll allur ketill í eld, og það notfærði andstæðingur minn sér og gaf mér roknakjaftshögg; ein tönn brotnaði og aðrar losnuðu. Ég skall kylliflatur, en áður en ég missti meðvitundina sá ég Bellu taka einhvern þungan hlut upp úr töskunni og greiða þrælnum þungt högg í höfuðið. Ég sá hann loka augunum og opna munninn, síðan lagðist hann of- an á mig. Þegar ég raknaði við, var sá nefbrotni enn í draumalandinu. Feiti, fúllyndi lögregluþjónninn okkar hamaðist að skrifa í vasa- bókina sína. En Bella lét sem hún sæi það ekki. Hún kraup við hlið mér og strauk hár mitt. Fæstar konur eru fagrar, þeg- ar þær gráta. Þær snökkta og nefið á þeim roðnar, en grátur Bellu var jafndásamlegur og allt annað, sem hún gerði. „Elsku Jói“, sagði hún, „ekki grunaði mig, að þú værir svona kjarkaður“. Um leið og hún sagði þetta, kom Marteinn fyrir hornið'. Mér varð strax ljóst, að hann myndi eiga bágt með að átta sig á öllu þessu. Þegar menn hafa gert áætlun um friðsamlega götuárás, kemur þeim á óvart að á hinum fyrirfram ákveðna stað hið fyrirfram ákveðna fórn- arlamb og tvo meðvitundar- lausa menn auk varðar laganna! En þrátt fyrir það hafði ég þó ekki búist við að Marteinn myndi gera sig að því fífli, sem hann gerði. Mér blöskraði hrein- lega, þegar hann sagði: 30 HBIMIIISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.