Heimilisritið - 01.11.1949, Side 38

Heimilisritið - 01.11.1949, Side 38
stjarna. Ileitir hann Montgomery Clift og hefur aðeins leikið í tveimur myndum, og án þess þó að fara með aðalhlutverkin. Myndirnar heita: ,;The Search“ og „Red Itiver". * Eins og kunnugt er vann Sir Laurence Oliver og kvikmynd hans „Harnlet" Oscar- verðlaun í fyrra. Ethel gamla Barrymore furðaði sig a þessu, af því „ég hef séð myndina", sagði hún. ★ Jeanne litla Crain er alltaf jafnhamingju- söin í lijónabandinu með Paul Brinkman. * Þau hafa nú eignast tvo syni. Hún gekk með þann síðari meðan hún lék í kvik- myndinni „The Fan“, og var þá reyrð svo mikið, að það Ieið eitt sinn yfir hana. * Gary Cooper, sem nú er 47 ára gamall, hefur nýlega haldið hátíðlegt 20 ára af- mæli sitt sem kvikmyndaleikara. Mestall- an þennan tíma liefur hann verið einn af allra vinsælustu leikurum heimsins og er það enn. ★ Edmund Gvveim vann Oscar-verðlaun 1947 fyrir leik sinn í kvikmjmdinni „Miracle on 34th Street“, sem sennilega verður jólamynd í Nýja Bió í vetur og kölluð „Jólasveinninn". A síðasta ári hlaut Clairo Trevor samskonar verðlaun. Þeir sem sáu kvikmyndina „Snerting dauðans" í Nýja Bíó í vor, muna eflaust eftir Richard Widmark, glæpamannafor- ingjanum, sem hló svo hrottalega. I þeirri mynd varð hann frægur, og er nú kominn í tölu stjarnanna. ★ Það hefur sannazt með Gallup-skoðun, að fólk, sem hefur sjónvarp í heimahús- um, fer yfirleitt miklu sjaldnar í bíó en aðrir. Það munar um 25 af hundraði. ★ John Huston hlaut tvenn Oscar-vtrð- laun, þegar þeim var úthlutað fyrir síðast- liðið ár; önnur fyrir beztu leikstjóm og hin fyrir bezta kvikmyndahandritið. Faðir hans, Walter Huston, hlaut verðlaun fyrir aukahlutverk sem hann hafði með hönd- um. * Nú eru þau endanlega sldlin, Errol Flynn og Nora Eddington. Hún hefur til- ky'nnt að hún ætli að giftast Dick Haym- es, enda er sagt, að þau séu mjög ham- ingjusöm saman. ★ Lana Turner varð fyrir því slysi að handleggsbrjóta sig, en er nú orðin jafn- góð aftur, enda er alllangt síðan það vildi til. Hún er alltaf gift Bob Topping, siðan Tyrone Power hætti við hana og kvæntist Lindu Christian. 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.