Heimilisritið - 01.11.1949, Side 40

Heimilisritið - 01.11.1949, Side 40
taugaveiklaður. í gær var ég við- staddur réttarhöld, þar sem maður, sem dæmdur var til dauða, tók dómnum brosandi. Að því er virtist hafði maður- inn stáltaugar. Jafnaðargeð' hans og hið kaldhæðnislega bros komu taugum mínum úr lagi. Allt kvöldið var svipur þessa manns í huga mínum. Ég gat hvergi fundið frið. Ef til vill átti rósemi hans rót sína að rekja til hins mikla fjölda áheyrenda í réttarsalnum. Hann var Gestapómaður og hafði átt þátt í morðum og mis- þyrmingum á löndum sínum. Ailt eltir hvað annað á þess- ari jörð! Er ég að missa vitið? Eða er ég þegar orðinn vitskertur? í nótt varð ég að taka inn sterkar svefnpillur, höfuð mitt var að springa af kvölum. Á Margit sök á því? Já. Síðan dag- inn í sumar, þegar ég hitti hana fyrst, hef ég þjáðst af hugar- angri. Dag og nótt, allan sólar- hringinn, alltaf Margit, Margit, Margit! Nú er næstum ár síðan við kynntumst. Við sáum hvort ann- að fyrst í garðveizlu hjá læknis- hjónunum. Hún tilheyrði ekki kunningjahópnum, en kom sem píanóleikari til þess að' skemmta gestunum. Ég varð strax hrifinn af henni. Ég hjálpaði henni að velja lögin, sem hún ætlaði að spila. Hendur okkar mættust af tilviljun, og það var eins og hitabylgja færi í gegnum mig. Ég fann, að henni var ljóst, hvernig mér var innan- brjósts, og vék því dálítið frá henni. Þetta kvöld drakk ég meira en ég geri annars. Hvert skipti, sem ég kom nálægt Margit, varð ég þögull og hjarta mitt sló á- kaft. Hún hafið fengið vald yfir mér. Ég var töfraður af henni, en um leið' hræddur við hana. Um miðnætti, þegar samkvæm- ið var á enda, kvaddi ég hina gestina, en lét hjá líða að kveðja Margit. Næstu daga var ég ekki með sjálfum mér. Hugsanir mínar snerust sífellt um Margit, og að síðustu gat ég ekki haldið þetta út lengur. Ég varð að tala við hana. Hún var gift einum hinna auðugu kaunsýslumanna í bæn- um, það hafð'i hún sagt mér. Eft- ir mikil heilabrot hringdi ég til hennar, og við ákváðum að ég kæmi heim til hennar næsta dag. Við skemmtum okkur saman allan eftirmiðdaginn. Hún spil- aði og söng fyrir mig. Seinna drukkum við te og töluðum um veizluna hjá læknishjónunum og allt mögulegt. Tíminn leið fljótt. Þegar ég kvaddi hana og þrýsti 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.