Heimilisritið - 01.11.1949, Síða 42

Heimilisritið - 01.11.1949, Síða 42
„Hvers vegna? Hvað' þá með okkur?“ „Við verðum að bíða þolin- móð“. „Þú segir bíða. Bráðum get ég ekki þolað þetta lengur“. „Finnur er veikur maður. Hann þjáist af æðakölkun og er hjartabilaður. Og stundum geng- ur verzlunin illa, og allt þetta mæðir mjög á honum. Læknir- inn hans heldur, að hann geti lifað í hæsta lagi eitt ár. Þú verð'ur að vera þolinmóður, ást- in mín. Við höfum allt lífið fyr- ir okkur. Ef ég segi honum það nú, verður það hans bani. Það get ég ekki“. Við Margit héldum áfram að hittast. Eg spurði hana í hvert skipti, hvernig manninum henn- ar liði. Hún svaraði alltaf, að heilsa hans væri ekki góð. Stund- um hefði hann svo miklar kval- ir, að' hann héldi sig vera að missa vitið. „Það kvelur mig, að hann skuli þjást. Sumir sleppa auð- veldlega við það, aðrir þurfa að þola svo mikið“, sagði hún. „Já, það er líka svo sorglegt, einkum þegar ekki er nein bata- von“. Innst inni vonaði ég, að hann myndi bráðlega deyja, svo að lífið gæti byrjað fyrir okkur Margit. Ég kvaldist hvern ein- asta dag, hverja einustu klukku- stund sólarhringsins. Ég hataði hann. Kvöld nokkurt kom hún til mín, og ég sá, að hún var mjög hrygg og hafði grátið. Mér leiddist það. „í dag hefur Finnur verið mjög sjúkur. Hann fékk fyrir hjartað og hræðilegar kvalir og hótaði að taka inn of marga hjartastyrkjandi dropa“. Ég kyssti Margit. „Þú getur ekki haldið þessu áfram, þetta er óþolandi“. Hún sleit sig lausa. Reiði- glampi kom skyndilega í augu hennar. „Ég skal“, sagði hún. Röðin var komin að mér að hakla samkvæmi, allur kunn- ingjahópurinn var búinn að því nema ég. Ég hlalckaði til þess. Margit og ég myndum verða saman. En Finnur myndi verða með henni. Hvernig færi það? Hann stóð stöðugt í vegi fyrir hamingju minni. En eftir því sem læknirinn hans sagði, myndi hann til allr- ar hamingjú deyja bráðlega. Margit ætlað'i að hjálpa mér að undirbúa veizluna. Hún var hérna eftir hádegið í gær til þess að sjá, hvort allt væri klappað og klárt. Ég gat séð á henni, að hún kveið líka fyrir kvöld- inu. Hver fjárinn er þetta, getur 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.