Heimilisritið - 01.11.1949, Síða 50

Heimilisritið - 01.11.1949, Síða 50
æslamnar um líf hins káta ekk- ils rættist elcki á þann hátt, sem hann hafði vonað. Honum fannst hann útslitinn, og þjáningar- drættirnir í andlitinu hurfu ekki þótt hann reyndi að brosa. En hann vildi brosa, hann vildi fá sín laun — og eftir þrjá mánuði fann hann hana. Ein- mitt slíka stúlku, sem hann hafði dreymt um í öll þessi ár, einmitt slíka stúlku, sem hann hafð'i þolað helvítiskvalir til að eignast. Kornung, ljóshærð, spengileg eins og dansmær, en fáguð og prúð í framkomu. Hann elskaði hana frá fyrstu sekúndu, og hún hafði gefið hon- um von, strax fyrsta kvöldið. Hann myndi hafa kvænzt henni, hefði hann ekki verið svo heppinn að sjá í gegnum hana — á síðustu stundu. Plann dvaldi í stóra baðgisti- húsinu, aðeins hálfa mílu frá sveitasetri sínu, og einn dag kom hann akandi, alveg óvænt, til að sækja hana í bílferð um strönd- ina. Hún hafði ekki verið í gisti- húsinu, og hann settist til að bíða bak við stóra sólskýlið á gistihúsinu. Og þá hafði hann allt í einu heyrt rödd hennar —; hún kall- aði til vinstúlku sinnar, og þeg- ar hann gægðisrt, án þess að þær sæu hann, sá hann þær báðar í sólskýlinu. Þær sátu og nutu 48 sólarinnar. Vinstúlkan var há og grönn — og hann • tók eftir, að hún hafði stóran, brúnan fæðingarblett á vinstra læri. Hann vildi ekki liggja á hleri, en allt í einu heyrði hann skæra rödd hennar: „Skilurðu Sólveig, hann er vellríkur“. Vinstúlkan með fæðingar- blettinn lagðist á bakið á græn- an segldúkinn í sólskýlinu og hló. „Þú ert líka alltaf svo hepp- in“, sagði hún. „Eg var óheppin með minn — þú veizt, stóreigna- manninn, sem ég talaði um í gær. Hann er farinn án þess að segja orð, svo ég verð' að fara að líta í kringum mig aftur“. Hann yfirgaf gistihúsið, steini- lostinn og náfölur.^A heimleið- inni sat hann titrandi af skelf- ingu við tilhugsunina um þann möguleika, sem honum hafði aldrei áður komið til hugar, þann möguleika, að kvenmaður gæti gert hið sama og hann gerði forðum. Sú tilhugsun var við- bjóðsleg. Það, sem hann vildi, var laun- in. Hamingjusöm ást — vegna ástarinnar, en með peningana sem þægilegan bakhjarl. Hitt var hreinasta helvíti — hann vissi það, og hann skyldi ekki verða veginn með' sínum eigin vopnum. Hann var ánægður að hafa afstýrt óláninu nógu fljótt. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.