Heimilisritið - 01.11.1949, Síða 54

Heimilisritið - 01.11.1949, Síða 54
Tízkulæknir Framhaldssaga eftir SARAH ELIZABETH RODGER Nýir lesendur geta byrjað hér: Allison er ung stúlka, sem vinnur í eftír- sóttu ríkismannasjúkrahúsi í New York. Þar hefur hún tækifæri til að umgangast daglega, manninn, sem hún ber duida ást í brjóstí til. Það er Fergus Wyutt, hinn ungi trúnaðarlæknir Brittons yfirlæknis. Fergus er sonur Wyatts læknis eldra, sem búið hefur s. 1. 20 ár í næsta húsi við Allison, enda eru þau Allison og Fer- gus æskuvinir. Fergus er ákveðinn í því að græða peninga, en í hjarta sínu óttast hann hin illu örlög, sem virðast ásköpuð fjölskyldu hans. Þegar Fergus fer í sjúkravitjun til hinnar auðugu Lindu Ansteys, hittir hann korn- unga systur hennar, Marciu Lord. Mareia. sem er vön því að fá alltaf vilja sínum framgengt, verður óðara ástfángin af unga lækninum og Ieggur hann beinlínis i einelti. Allison veit um samdrátt þeirra og á- kveður að fá sér aðra atvinnu. Henni er þungt í huga, þegar hún fer að heimsækja Elízabet Wyatt, móður Fergsar. Allison vissi, að Wyattshjónin höfðu í mörg ár gert áætlun um að ferðast til útlanda. Hún vissi líka, að alltaf þeg- ar komið var að því, að þau færu, þeg- ar þessi draumur átti að verða að veru- leika, þá tóku örlögin í taumana á ó- væntan og ömurlegan hátt. Peningarn- ir þurftu að notast til annars, og svo var byrjað á hinum seinlega sparnaði 52 aftur. Það var til dæmis sumarið, þeg- ar óhamingjan henti Amy — það var erfitt að hugsa til þess. Og seinna var gjaldþrot bankans, síðar uppskurðurinn, sem varð að gera á frú Wyatt — og alltaf var ferðinni frestað. „Þið hafið líka verið óvenjulega ó- heppin“, sagði Allison. Nú, þegar hún hugsaði til þessa, gat hún ekki annað en verið Fergusi sammála um, að það væri eins og álög hvíldu á allri Wyatt- fjölskyldunni, álög, sem hún losnaði aldrei við. „Óheppni? O, ég veit ekki, ef til vill er einhver tilgangur í þessu öllu, þó að við getum ekki komið auga á það“, sagði frú Wyatt. „Við hjónin byrjuðum með svo mikið. Ég hef stundum hugs- að um það, hvort örygg>', þægilegu lífs- kjörin okkar, hafi ekki gert okkur eig- ingjörn og um of ánægð með sjálf okk- ur. En hvort sem var, þá stóð það ekki lengi". Allison vissi, að hún átti við árin hamingjusömu, áður en þau fluttu hing- að. Þau höfðu komið frá Vermont, eft- ir að þau höfðu tapað gömlu og vönd- uðu heilsuhæli, sem Wyatt læknir hafði erft. Þau höfðu átt nægilega mik- ið fé til að kaupa þetta hús, sem þau bjuggu nú í, og til þess að Wyatt gæti hafið læknisstarf sitt hér. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.