Heimilisritið - 01.11.1949, Page 59
andi, „förum við að gifta okkur. Við
giftum okkur bráðum, er það ekki,
Fergus?“
„Strax og ég get séð fyrir konu“ var
sama svarið, sem hún fékk alltaf frá
honum.
„Vertu nú ekki svona grunnhygg-
inn“, sagði hún. „Það má segja, að þú
sjáir einn um störf Brittons læknis, og
bráðum dregur hann sig í hlé, og þú
tekur við. Þú kemur til að stórgræða,
vinur — hundruð kvenna eins og mín
yndislega systir Linda, tilbiðja þig bók-
staflega, af því að þú kannt að lina
kvalir þeirra".
„Marcia — stilltu þig nú ...“
Hann varð stundum hræddur við, hve
óþolinmóð hún var og hvernig hún á-
kvað, að allt skyldi fara eins og hún
vildi, að það færi. Þegar hún var í
faðmi hans, blómstrandi af æskufjöri og
örugg um vald sitt yfir honum, þá
gleymdi hann jafnvel ekki, að hann
var ekki búinn að greiða námsskuld-
imar og þótt þær væm greiddar, átti
hann eftir að greiða aðra skuld.
Þótt foreldrar hans myndu aldrei
krefjast greiðslu af honum, var ekki
hægt að strika yfir fórnir þær, sem þau
höfðu orðið að færa vegna hins Ianga
náms hans. Honum þótti gaman að
hugsa til góða bílsins, sem hann ætl-
aði að gefa föður sínum, og hjálparinn-
ar, sem móðir hans átti að fá, fyrir
hans peninga.
„Og pabbi heldur áfram að greiða
mér það sama, sem ég hef fengið",
sagði Marcia.
Hann svaraði þessu ekki, en það var
eins og hún hefði slegið hann utan
undir, sært metnað hans jafn hugsunar-
laust og hún hefði slegið í óþekkan
hest með svipu.
„Ég get ekki hugsað til þess, að
giftingin dragist", hvíslaði hún og sneri
broshým andlitinu að honum. Yndis-
þokkinn geislaði af henni og hafði
meiri áhrif á hann en hann í raun og
vem vildi.
„Það er sími til Wyatts læknis!“ var
sagt að baki þeim.
Fergus sneri sér að þjóninum.
„Hvar er síminn?“
„Hjá fatageymslunni".
„Ég verð að biðja þig að afsaka mig,
Marcia“.
Marcia gekk um glerdyrnar, há og
fögur. Kjóllinn hennar var Ijómandi fal-
legur.
„Og ef ég vildj það ekki?“ sagði hún
og leit um öxl til Fergusar. „Þú mynd-
ir ekki vera kyrr!“
„Ég get ekki verið kyrr“, leiðrétti
hann hana.
Þjónninn hvarf jafn hljóðlaust og
hann hafði komið.
„Góða nótt, Marcia! Wisharts ekur
þér heim, ef ég kem ekki nógu fljótt
aftur“.
Hún hló illgirnislega, eins og dgin-
gjarn krakki.
„Þú heldur það ...“
Og aðeins nokkrum mínútum síðar
fannst honum eins og hún hefði ein-
ungis verið draumur. Nóttin átú eftir
að verða erfið, og þar kom hún dkkert
við sögu.
RÖDD HJÚKRUNARKONU, scm
hann kannaðist ekki við, hljómaði í ey'r-
um hans.
„Wyatt læknir? Britton kokjsir hefur
HEIMILISRITIÐ
57