Heimilisritið - 01.11.1949, Side 60

Heimilisritið - 01.11.1949, Side 60
verið kallaður til frú Phclps Dunstan. Hún er á leið til spítalans. Svo virðist sem fæðingin sé að byrja“. „Segið Britton lækni, að ég skuli hitta hann-þar strax“. „Britton læknir fékk alvarlega fyrir hjartað í kvöld og það er ekki um það að ræða, að hann geti komið. Hann hefur meðvitund núna og óskar þess að tala við yður í símann“. Fergus átti erfitt með að skilja það, sem yfirboðari hans sagði, röddin var svo veikburða. „Fergus, ég get ekki komið. Þér er- uð góður læknir, drengur minn. Ég ber — fyllsta — traust — til yðar---------“. „Þakka yður fyrir, Britton læknir“. Fergusi brá, þegar hann heyrði, hve Britton átti crfitt um að tala. Það var eins og þetta væri rödd ókunnugs manns, cn ekki Paul Brittons. „Ég er ekki ánægður með ástand frú Duntans — ég athugaði hana á mánu- daginn — það verður ekki —- eðlileg fæðing, Fergus. Ég þarf ekki að áminna yður um að gera það, sem þér getið — „Ég fer strax til spítalans. Þér meg- ið ekki hafa neinar áhyggjur út af þessu. Þér verðið að reyna að sofna. Ég skal láta yður vita snemma í fyrra- málið, hvernig gengið hefur". Hjúkmnarkonan kom nú aftur í sím- ann. Hún talaði mjög lágt. „Ég ætla að biðja yður um að hringja ekki í Britton lækni í nótt. Hann er mjög máttfarinn". „Gætið hans vel, hjúkrunarkona. Hann — hann er framúrskarandi lækn- • (( ír . Nú var áfallið komið! Fergusi varð ljóst, að hann hafði vitað í langan tíma, að það kæmi, fyrr en varði. Fjórar næt- ur í síðastliðnum mánuði hafði hvorki hann né Britton getað farið í rúmið, þeir höfðu aðeins skipzt á að hvíla sig ofurlítið í herbergi, sem læknarnir höfðu til fataskipta. Þctta hafði ekkert sakað Fergus, hann var einungis eðlilega þrcyttur, en Britton hafði ekki þolað áreynsluna, af því að hann var mjög veikur fyrir. Fergus var undarlega einmana, þeg- ar hann ók bílnum til spítalans. Hann reyndi að rifja upp það, sem hann vissi um Nathaliu Dunstan, veikindaferil hennar, hvernig hún hafði verið, þegar hann kom til hcnnar síðast. En Britt- on læknir hafði sjálfur annazt hana síð- ustu tvo mánuði. Hann mundi vel setningu, sem Brit- ton hafði sagt: „Fergus, þessi kona er sú af sjúklingum okkar, sem mest hefur verið dekrað við, og hún er afskaplega s j á 1 fse 1 sk u f u 11 “. Hann minnti&t þess einnig, að frú Dunstan var mikil vinkona Lindu An- stey og að hann hafði séð þær saman í biðstofunni, þegar hann gekk þar um. En það var mikill munur á þeim. Linda Anstey var að vísu óþolinmóð — eins og margar konur, sem vilja eiga barn, en þykir það taka of langan tíma. Nathalia Dunstan var reið út af því, að hún skyldi þurfa að eiga barn. „Við hefðum getað tekið barn í fóst- ur“, hafði hún sagt við ejna hjúkrunar- konuna. „Ef Pelps hefði sjálfur þurft að leggja þetta á sig, þá hefði komið annað hljóð í strokkinn!" Fergus brosti dálítið hörkulega. Frú Dunstan var í hópi þeirra mörgu kvenna, sem höfðu lent í gildru. Hún 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.