Heimilisritið - 01.11.1949, Side 63

Heimilisritið - 01.11.1949, Side 63
Það komu fyrir stundir, áður en dag- ur rann, er Fergusi fannst, að hann sjálfur, Chard og konan í rúminu, væru persónur í martröð. Ljósmóðurinni brá fyrir í vitund hans svo og Phelps Dun- stan, sem sat hjá tengdamóður sinni grátandi í biðherberginu. FRÚ DUNSTAN hafði fengið grænu pillurnar fyrir skömmu. Fergus vissi, að stunur hennar voru nú ósjálf- ráðar, hún fann ekki lengur til sárs- auka. Nokkrum tímum síðar var hún flutt í stofuna við hliðina á fæðingar- herberginu. Enn var beðið — enda- laus bið . .. Læknarnir skiptust á að fara fram og hvolfa í sig úr kaffibolla. Rétt á eftir fóru hjúkrunarkonurnar, sem höfðu verið á vakt alla nóttina, og aðrar komu í staðinn og stóðu við hiið hinna áhyggjufullu lækna. „Hún er ung“, hvíslaði Chard von- góður, „hún virðist Iíka vera nokkuð harðger“. „Nú á tímum deyr aðeins ein kona af þúsundi af barnsburði!“ hugsaði Fergus. „Hvers vegna skyldi Nathalia Dunstan þurfa að v^ra þessi eina?“' Hún skyldi ekki verða það — ef það stóð í valdi hans og duglega læknisins, sem var við hlið hans, að koma í veg fyrir það. Þeir gátu í sameiningu gert allt það, sem Britton hefði gert, ef hann hefði verið viðstaddur. „Færið hana inn í skurðstofuna", sagði hann loks, ákveðinn á svip. Litli hópurinn var í skurðstofunni til hádegis daginn eftir. Þegar Fergus eftir á renndi huganum yfir hvert smáatriði í sambandi við fæðinguna, gat hann ekki annað séð en allt, sem átti að gera, hefði verið gert. Hann vísaði á bug öllum ákærum, sem höfðu leitað á hann í sálarstríði hans. En aldrei myndi hann gleyma unga, nábleika andlitinu á skurðarborðinu. „Segið manni hennar og móður“, sagði hann að lokum sljólega við hjúkr- unarkonuna, sem næst honum stóð, ,,nei, ég skal annars gera það sjálfur .. Ósjálfrátt tók hann eftir skjálfandi vörum . hjúkrunarkonunnar og hugsaði forviða: „Hún er líka mannleg, hún er hrædd við — dauðann“. Er hann hafði farið úr og þvegið sér um hendurnar, gekk hann út úr skurðstofunni. Yfirhjúkrunarkonan leit upp frá verki sínu við borðið. „Móðir hennar hefur sofið nokkra tíma, en maðurinn situr og drekkur úr hverjum kaffibollanum á eftir öðr- um“. Og nú var sem hún fyrst tæki eftir sorgarsvipnum á andlitj Fergusar. Hún flýtti sér að spyrja: „Er barnið fætt, Wyatt læknir?" „Já, andvana. móðirin er líka dáin“. Þegar hann opnaði hurðina, hugsaði hann um það, að þetta væri erfiðasta stund lífs síns. Hann hafði séð gamlan mann deyja við svæfingu — gamlan mann, sem aldrei myndi hafa fengið bata, þótt hann hefði lifað af svæfing- una, hann hefði dáið þjáningarfullum dauða af krabba í hálsi. Hann hafði líka séð fjórtán ára gamla móður deyja af barnsburði, og hann hafði álitið dauða hennar vera líkn, af því að hann þekkri sögu hennar. En þetta var í fyrsta skipti, sem einn af hans eigin sjúklingum, sem hann bar ábyrgð á, dó ... (Frh. í næsta hefti). HEIMILISRITIÐ 61

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.