Heimilisritið - 01.10.1953, Page 11

Heimilisritið - 01.10.1953, Page 11
að gera ai' liinum allt of löngu handleggjuni sínum, og það kom iðulega fyrir, að röddin brast og skipti úr skrækrómi í ráma bassai'ödd — eins og nú, þegar hann spurði brautarþjóninn í fimmta skipti, hvenær lestin frá Redcove kæmi. úíaðurinn yppti öxlum. „Það er ekki gott að segja, hún átti að vera komin fyrir fimm mínútum“. Xikulás eldroðnaði (honum farmst eins og maðurinn hefði glott — en það var kannske mis- skilningur). Til þess að breiða yfir vandræðasvipinn leit hann lengi og hugsandi á armbandsúr- ið > 1 tt — og því næst á stöðvar- klukkuna, hristi höfuðið og tók vcskið sitt upp úr brjóstvasan- um. Hann opnaði það þungt hugsandi og leit út fyrir að verða hissa-, þegar hann leit á nvja scðlabúntið, sem ljómaði við lionum. ÞESSIR seðlar voru mánað- arlaun hans. Fyrstu peningarnir, sem Nikulás Gravson hafði unn- ið sér inn. Er hann daginn áður hafði fengið þá greidda hjá gjald- keranum í bankanum þar sem hann starfaði — fyrst um sinn sem snúningapiltur — hafði hann verið kominn á fremsta hlunn með að reka upp fagnað- OKTÓBER, 1953 aróp. En í stað þess hafði liann roðnað og sagt: „Þakka kærlega fyrir“. Og gjaldkerinn hafði brosað vingjarnlega og sagt: „Hvernig er þá að fá borguð launin sín í fyrsta sinn?“ „Stórkostlegt!“ hafði Nikulás Grayson sagt. „Og hvað ætlið þér svo að gera við peningana?“ hafði gjald- kerinn spurt. Og Nikulás hafði roðnað enn- þá meira og stamað: „Eg — ég ætla að hitta nokkurn. Stúlku — reyndar. Það er loforð, sem ég þarf að halda, nefnilega. Hún kemur með lestinni“. En nú varð lestin að fara að koma! Vonandi hafði ekkert komið fyrr. Það var svo oft, sem fréttist um járnbrautarslys. Alls ekki svo sjaldgæft. I þessu bili fór fólk að streyma út á stöðvarpa'llinn, og langt í burtu heyrðist til járnbrautar- lestar ... Nú rann lestin inn á stöðina. Fólk hló og masaði og ýtti við honum. Nikulás tyllti sér á tær. Hugs- ið okkur, ef hún — ef hún færi fram hjá honum, án þess að hann sæi hana, því hún var svo lítil. Eða ef hún væri nú alls ekki með lestinni! Ivannske hefði eitt- hvað komið fyrir á siðustu 9

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.