Heimilisritið - 01.10.1953, Qupperneq 13

Heimilisritið - 01.10.1953, Qupperneq 13
Hann var þakklátur henni fyrir, að hún kallaði hann þó Nikulás en ekki Nikka, eins og hún var vön. Þau voru komin út fyrir lest- arstöðina og löbbuðu áfram göt- una. Ef hann átti að vera alveg ein- lægur, þá var reyndar knatt- spyrnukappleikur, sem þau gætu séð, ef þau færu strax, og sem hann langaði ákaflega til að sjá. Hann leit niður til hennar og sagði: ,,Við gætum skoðað olckur um í Regents Park dálitla stund“. „Já, það væri dásamlegt“, sagði hún himinlifandi. Það var raunar alls ekki leið- inlegt að reika um þennan skemmtigarð að haustlagi — með hana við hlið sér. Hún var svo broslega lítil. Hún náði hon- um ekki einu sinni í axlir. Og honum fannst hún líta út fyrir að vera svo afskaplega ung. Og lágvær undrunaróp hennar — gleði hennar yfir hinu smávægi- legasta — minnti hann á lítið barn. Hann þrýsti arm hennar verndandi — og hún leit upp ti! hans með sínum brosandi bláu augum. Sér til ánægju sá hann, að fólk veitti þeim athygli. HANN bað' um dýran þrírétt- aðan kvöldverð með rauðvíni, og hún tók eftir því, að hann var dálítið feimnislegur, þegar hann talaði við þjóninn, en með til- liti til þess, að þetta var í fyrsta skipti, sem hann var með dömu á opinberum veitingastað, þá kom hann hreint ekki svo slæ- lega fram — það var ekki laust við að' hún væri hrevkin at' hon- um. „En þú ættir alls ekki að eyða öllum þessum peningum á mig“, sagði hún og lagði andartak hönd sína á lians. „Hvers vegna ekki?“ spurði hann. Hún svaraði eftir litla þögn: „Þú hefðir miklu fremur átt að bjóða reglulega sætri stúlku út“. „Þú veizt vel, að þú ert sæt- asta stúlkan í heimi í mínurn augum“, sagði hann. Hún brosti sínu viðkvæmnis- lega, blíðlega brosi og leit í augu hans. „Já, en mér finnst samt — þú veizt, Ijóshærða stúlkan í bank- anum. . . . Þú skrifaðir mér um hana síðast“. „Já, hún!“ Það var fyrirlitn- ingarhreimur í rödd hans. „Þér dettur víst ekki í hug, að hún sé mér einhvers virði“ „Ó, Nikki!“ Hún brosti aftur, og um leið var eins og hún væri að því komin að gráta. „Það OKTÓBER, 1953 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.