Heimilisritið - 01.10.1953, Síða 24

Heimilisritið - 01.10.1953, Síða 24
,;Við verðum að fá að vita, hver hún er“, sagði lagskona mín. „Annað kvöld kemur ritstjórinn hingað. Hann þekkir hana máske. Hann hefur búið í þess- ari götu, og blaðamenn vita flest um menn og málefni“. „Ilver er „bláklædda kon- an“?“ spurðum við vin vorn næsta kvöld, þegar við sátum í garðinum. „Eg bjóst við, að þið' mynd- uð fljótlega taka eftir henni“, sagði hann. „Hún er yndisleg. Raunar ætti þessi gata að bera nafn hennar“. Hann sagði okkur, að hún væri gift, og hvað hún héti. Við vildum fá að vera meira, en gest- ur okkar sagði aðeins: „Hafið þið ekki hitt mann hennar? Þá fyrst getum við rætt um hana. Þá munuð þið háfa margt fleira að spvrja mig um, en það verður margt, sem ég get ekki skýrt“. „Segið okkur, hver hann er“, sögðum við ákafar. „Hann er starfsmaður við blaðið mitt“, sagði ritstjórinn. „Ljóðin í sunnudagsblaðinu und- ir nafninu Nobis, eru eftir hann“. „Ó“, hrópuðum við. „Þau eru svo skáldleg og yndisleg — það fyrsta, sem við lesum í blaðinu. Auðvitað þó á eftir greinum yð- ar“, sögðum við og hlógum. Við glöddumst vegna blá- klæddu konunnar. „Hún getur vakið skáldlegar kenndir hjá hverjum sem er“, sögðum við. „Hún er sjálf eins og fagurt ]jóð“. En svo vöknuðu ýmsar spum- ingar hjá okkur. „Af hverju fara þau ekki út sainan?“ spurðum við. „Hún er alltaf ein. Það er mjög svo und- arlegt“. „Maður hennar er blindur“, sagði ritstjórinn. „Blindur, næst- um frá fæðingu. IMáske er það þess vegna, að hann getur ort svo fagurlega um vorn svnduga lieim. Hann hefur varðveitt blekkingarnar. Okkar hefur ver- ið svipt burt“. „En hvers vegna?“ hrópuðum við, „hvers vegna hefur hún gifzt blindum manni? Hún, sem er svo fögur. Og svo dáð?“ „Tja, hvað veit ég um það?“ sagði ritstjórinn. „Þau eru víst systkinabörn — hafa þekkzt frá blautu barnsbeini. Ef til vill hef- ur henni fundizt það skylda sín. ICvenfólk getur verið skrýtið. En hann er gáfaður maður, gleymið ekki skáldskapargáfu hans. Og slíkt hefur mikið að segja fyrir sumar konur. Og að því er ég bezt veit, eru þau mjög hamingjusöm. Einnig hún, sem hefur fært fórnina. 22 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.