Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 35
Uppeldi
barnsins
Smásaga
eftir
W. MICHEL
BOMM . . . Bang! Allt húsið
lék á reiðiskjálfi.
Frú Stevens, sem bjó niðri,
þaut upp úr stólnum, leit sem
snöggvast upp í loftið og fékk
svo fæturna.
„Nú, svo þau eru byrjuð aft-
ur“, tautaði hún og hélt niðri í
sér andanum af eftirvæntingu. I
mesta flýti náði hún sér í klút
og læddist fram í ytri forstof-
una.
Bang. . . . Nú voru það for-
stofudvmar uppi! Hún fór að
hamast við að fægja nafnskilt-
ið á forstofudyrunum sínum.
„Góðan daginn“, sagði hún og
kinkáði vingjarnlega kolli, þeg-
ar Mirror kom hlaupandi niður
stigann. „Nei, er klukkan virki-
lega orðin svona margt?“
„Já“, þrumaði Mirror, 'g er
að fara til lögfræðings“.
„Guð komi (il!“ Frú Stevens
brá svo, að hún fægði utan við
skiltið. „Ætlið þið nú í alvöru
að skilja“.
Mirror stanzaði snögglega og
leit á hana út undan sér.
„Segið mér eitt, kæra frú“,
sagði hann sætróma í fyrstu.
„Hvern fjandann kemur yður
það við!“
..Andskotans forvitnin í þess-
um kjaftakerlingum“, bætti
hann við um leið og hann strunz-
aði út.
Frú Stevens greip andann á
lofti og varð eins og karfi í
framan. En það leið ekki á löngu
þangað til hurðin, sem áðan
hafði verið skellt svo fast að
OKTÓBER, 1953
33