Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 46
,,hashish“, voru sennilega þekkt
á dögum Forn-Grikkja og Egypta,
og mandrakinn meðal Babyloníu-
manna og Hebrea. Sá mandraki
er Evrópu-planta, en ekki hið
sama og rr.aíeplið eða ameríski
mandrakinn. Auk deyfiverkana
var mandrakinn álitinn hafa kyn-
hrifanáttúru. Rakel falaði ástar-
epli af Leu (1. Móseb. 30. 14.),
en óvíst er til hvers hún notaði
þau. Dioscorides herlæknir hjá
Neró notaði mandrakavín við
uppskurði, og þessi planta er
nefnd í ensku.m og þýzkum munn-
cnælasögum. Sögur ganga um, að
rætur plöntunnar hafi haft manns-
mynd og öskrað ógurlega, er þær
voru rifnar upp. Oskur þetta var
álitið valda geðveiki á þeim, er
það heyrðu. Shakespeare lætur
Júlíu segja (4. þáttur, 3. atriði)
,,Og öskur sem mandraki rifinn
upp með rótuim, Að þeir, sem það
heyri, gangi af vitinu.“ Til þess
að sneiða hjá þeirri hættu, að
heyra öskrið, var hundur látinn
rífa plöntuna upp. ,,Því bundu
þeir einhvern hund eða annað lif-
andi kykvendi við rótina með
streng . . . og byrgðu síðan hlust-
ir sínar af ótta við hið hræðilega
öskur og óp mandrakans. I þessu
ópi lét hann ekki einasta lífið
sjálfur, heldur einnig hundurinn
í sinni miklu hræðslu við öskur
þetta. . . .“
Á miðöldum var mandraki hið
algengasta, sem notað var í stað
deyfilyfs, og hélzt svo fram á
sextándu öld, en hann var ófull-
nægjandi til þeirrar notkunar og
var því smám saman haétt við
hann. Hve lélegur hann var, má
marka af því, að Paré notaði
hann ekki, og var hann þó áhuga-
samur skurðlæknir, sem hafði ó-
beit á að kvelja ,,hina vesalings
særðu imenn". Paré notaði ekki
deyfilyf. Hann batt hreinlega
sjúklingana til þess að truflast
ekki í verki sínu af umbrotum
þeirra.
Skurðlæknar átjándu og nítj-
ándu aldar fylltu stundum sjúk-
linga sína með áfengi, ef mikil
nauðsyn lá á því, að þeir væru
rólegir, eða þeir deyfðu þá með
ópíum. En yfirleitt var það svo,
að áður en deyfingin kom til sög-
unnar, lögðu skurðlæknar alla á-
herzlu á flýtirinn. Skurðaðgerð
nálgaðist það að vera augnabliks-
verk til að þjáningar sjúklingsins
væru svo skammvinnar sem fram-
ast var unnt. Þannig má lesa um
Langenbeck yfirlækni í Hanno-
verska hernum á Napóleonstím-
unum, sem tók af handlegg í axl-
arlið á ekki lengri tíma en það
tekur mann að fá sér í nefið.
Nú víkur sögunni aftur að
sængurkonunni. Sjálfsagt hafa
verið notuð deyfilyf til forna, en
44
HEIMILISRITIÐ