Heimilisritið - 01.11.1955, Side 8
kom honum til að hyggja nánar
eftir henni. Svona hafði hann
aldrei séð hana ganga. Þráðbein
með hendur niður með síðum og
andlitið mót himni. Um leið og
hún beygði út á klettasnösina,
sem lengst skagar út í árgljúfrin
féllu geislar tunglsins framan í
hana — hún gekk með lokuð
augu. Hann fylltist hræðilegum
ótta. Var hún sofandi? Eða var
hún orðin brjáluð? Eða ætlaði
hún að fyrirfara sér þarna? í
dauðans ofboði hljóp hann í átt-
ina til hennar. Hún gekk hiklaust
fram á gnýpuna — og honum
sýndist hún ætla að stíga fram
af. — Þá rak hann upp hálf-
tryllt skelfingaróp og herti enn
hlaupin. Hún hafði snarstanzað á
bergbrúninni og snúið við. Hann
var ekki nema fáeina faðma frá
henni, og hægði nú á sér, en er
hann leit framan í hana nam
hann staðar. Augu hennar voru
galopin og full skelfingar, og
andlitið var hvítt sem lín. Fyrst
virtist hún ekki þekkja hann
en brátt breiddist bros yf-
ir andlit hennar. Hún opnaði
faðminn í þeim tilgangi að
hlaupa til móts við hann. Og til
þess að ná betra tilhlaupi steig
hún eitt skref afturábak ... —
Rödd gamla bóndans klökknaði
nú mikið og hann saup hressilega
á víninu. — Já, hún steig eitt
skref afturábak og hvarf niður í
djúpið draugslegt og svart rétt
við augu hans. — Það var eng-
in furða, að hann var hálfsturl-
aður, þegar hann kom til mín
— mest er ég hissa á að hann
skyldi ekki fara á eftir henni. . . .
Líkið fannst daginn eftir, en ég
hef oft furðað mig á því, að það
var ekki í neinum náttkjól.
Kannski hefur vatnið tætt hann
utan af henni.
HÉR LÝKUR sögu bóndans,
sagði vinur minn og kveikti sér
í nýrri sígarettu.
— Mér finnst hún enda nokk-
uð snubbótt, sagði ég hálf-önug-
ur.
Vinur minn reykti um stund
þegjandi. Ég sá að honum lá eitt-
hvað á hjarta, en þekkti hann of
vel til að örva hann nokkuð til
frásagnar, enda hóf hann máls
á ný eftir drykklanga stund.
— Snubbótt! Já, hún er held-
ur ekki búin. Ég fór að grafast
fyrir um málið, þegar ég kom
heim úr „veiðiförinni“. Eins og
þú manst fór ég í siglingu til að
nema leynilögreglufræði í Lund-
únum. Ég get sagt þér nú, að sú
sigling var í raun og veru flótti
— flótti frá alvarlegu ástarævin-
týri, sem ég lenti í af tilviljun.
Þegar ég kom heim aftur eftir
þrjú ár, var ástarsorg mín lækn-
uð fyrir löngu. Og ég var að
6
HEIMILISRITIÐ