Heimilisritið - 01.11.1955, Blaðsíða 20
var sjálfsagt þegar farin að
hlakka til að segja náunganum,
sem tæki við af honum, alla sög-
una.
,.Auðvitað lofa ég því,“ sagði
sagði hún. „Þér skuluð ekki
minnast á að ég hafi hringt. Og
þakka yður innilega fyrir að tala
um þetta við mig . . .“
„Ég mun aldrei gleyma því
sem þér gerið núna, kæra ung-
frú, og takið þetta ekki of nærri
yður,“ sagði Derek.
Þessi síðustu orð voru einstök
eftirlíking af rödd föður hans.
„Verið þér sælir,“ andvarpaði
Sylvía.
„Verið þér sælar.“ Derek
ræskti sig hrærður og lagði
heyrnatólið á símann.
HANN varð þess var að hann
sneri upp á ímyndað yfirskegg,
og sneri sér brosandi við — en
hrökk við, eins og hann hefði
séð draug, þegar hann sá föður
sinn standa í dyrunum og snúa
upp á sitt raunverulega en svo-
lítið úfna yfirskegg.
„Nú, þarna ertu Derek,“ sagði
hann. „Ég ætlaði bara að spyrja
þig, hvort þú hefðir nokkuð
hugsað um, hvar við ættum að
setja nýju rósirnar . . .“
Derek var að því kominn að
sökkva í jörð af skömm. Hve
mikið hafði faðir hans heyrt?
Hafði hann þekkt sjálfan sig?
Hvernig átti hann að fara að því
að útskýra þetta?
Hann fylgdist með ofurstan-
um út í garðinn, og gerði nokkr-
ar óljósar tillögur um fyrirkomu-
lag blómanna; hugsanir hans
voru víðs f jarri, hann vonaði að
faðir hans héldi ekki, að hann
hefði verið að gera gys að hon-
um.
Allt í einu hætti ofurstinn að
tala um rósirnar og sagði:
„Ég hef hugsað um þá ósk
þína að fara á leikskóla og ger-
ast leikari, og nú vil ég gjama
samþykkja hana.“ Augu hans
hurfu næstum í hrukkurnar,
sem mynduðust við það að hann
brosti: „Ég . . . eh . . . hlustaði
á samtal rétt áðan, og komst að
þeirri niðurstöðu, að þú gætir ef
til vill staðið þig á leiksviði. Hm,
hm, segðu mér svo eitthvað um
þennan- leikskóla, sem þú vilt
fara í, hvað áttu að læra á hon-
um?“
„Það er svo margt,“ sagði De-
rek ákafur, „t. d. að skylmast
og . . .“ .
„Skylmast!" greip gamli her-
maðurinn fram í undrandi. „Nú
skil ég ekki orð. Ég hélt að þú
ættir að læra að nota púður-
kvasta og varalit . . . en segðu
mér nú skilmerkilega frá þessu.“
*
18
HEIMILISRITIÐ