Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 9

Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 9
mörgu leyti breyttur maður. — En sem sé, ég fór í þessa „veiði- för“ skömmu eftir að ég kom heim og eftirgrennslan mín útaf „svefngöngumálinu“ var eitt af því fyrsta, sem ég fékkst við upp á eigin spýtur. Ég var líka fljótur að komast á sporið eftir að ég vissi, hver ungi maðurinn og konan hans voru. Eftir tæpa viku hafði ég fengið unga manninn til að játa, að hann hefði sjálfur varpað konu sinni í árgljúfrin, en notað sér svefngöngutil- hneigingu hennai - átyllu. í áðurefndri Reykjavikurför fékk hann óyggjandi sannanir fyrir því, að konan hafði verið honum ótrú bæði fyrir og eftir giftingu þeirra. Hann komst aldrei að því, hver var elskhugi hennar, en af- brýðisemin varð svo æðisgengin, að hann missti algjörlega stjórn á sér, þegar konan játaði allt fyrir honum, er hann kom heim um nóttina. — Þetta var þá blákalt morð, greip ég frammí. — Já, svaraði vinur minn. Blákalt morð. — En ég minnist þess ekki að hafa heyrt um þetta. Er ekki pilturinn undir lás og slá? — Nei, svaraði vinur minn og brosti dauflega. Það var ekkert hægt að sanna á hann. Hann ját- aði aðeins í einkaviðtali við mig — og svo . . . — En hvað þá um þennan fylliraft, sem þú gafst fimmtí- kallinn í dag? — Hann — hann var maður- inn hennar. — Nú — þannig — morðing- inn! Jæja, en gaztu komizt að hver var elskhuginn? Sá fantur hefir verið orsökin að þessum harmleik. — Já, svaraði vinur minn og aftur brosti hann dauflega. — Nú, jæja, — ég gat ekki dulið forvitni mína. Hver var hann þá? — Elskhuginn — vinur minn var nú grafalvarlegur, reykti mikið og horfði í reykinn. Að lokum sagði hann angurværri rödd: — Elskhuginn var ég sjálf- ur. — * Frumort ljóð Ritstjórinn: „Ortuð þér þetta kvæði sjálfur?" Pilturinn: „Já, hvert einasta orð.“ Ritstjórinn: „Þá gleður það mig að kynnast yður Einar Benedikts- son. Ég hélt þér væruð dauður fyrir löngu.“ NÓVEMBER, 1955 7

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.