Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 28

Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 28
ur gengið fyrir sig. Þessi mein- fýsnu bréf gömlu konunnar þyrluðu upp hvers konar óhróðri um náungann og það hefur vafa- laust verið eitthvað satt í því, sem hún skrifaði. Einn af þeim, sem hún skrifaði, hefur komizt áð því að hún vissi of mikið og hefur myrt hana. Haldið þér ekki að þetta sé rétt niðurstaða, Needham? — Jú, á því leikur ekki minnsti vafi, herra lögreglufor- ingi. . . . Quarles hafði ýtt skýrslunni frá sér og blaðaði nú í hrúgu af bréfum, sem lögreglan hafði safnað saman í þessu máli. — Það kann að vera, að þér hafið á réttu að standa, viður- kenndi hann. Margir virðulegir borgarar þessa bæjar hafa feng- ið rógsbréf, sé ég. Að minnsta kosti fimm manns hafa haft á- stæðu til þess að myrða frú He- witt. Hún hefur skrifað sóknar- prestinum og sakað hann um að stela þeim peningum, sem hann hefur fengið sem framlög til líknarmála og til dr. Moberley og haldið því fram, að hann hafi staðið í ástarsambandi við f jölda kvenna úr hópi sjúklinga hans. Slíkar ásakanir virðast vera á- vöxtur sjúklegrar ímyndunar. Það skiptir ekki miklu máli með staðhæfingarnar í hinum bréf- unum, en mér sýnist að bréfrit- arinn sé persóna, sem þekkir vel til í bænum og þekkir allar slúð- ursögurnar um náungann. Gerði frú Hewitt það? Öll vitnin, sem hafa verið yfirheyrð, segja að hún hafi verið sérvitringur, ein- búi, sem ekki hafi haft neitt samband við aðra. . . . Hvernig fékk hún upplýsingar sínar? Hafði hún síma og gat lapið upp allar kjaftasögur um hann? — Nei, hún hafði ekki síma, sagði Needham yfirlögreglu- þjónn. — Hvað er að segja um fjöl- skyldu hennar? Hún átti -sem sagt eina dóttur og einn uppeld- isson. Hitti hún þau oft? — Uppeldissonur hennar kom hér nokkuð oft og heimsótti hana. Hann heitir Lester Wilson og hefur góða stöðu í London. Hann kom að minnsta kosti einu sinni í mánuði og gisti þá yfir helgi hjá frú Hewitt, sem hafði alið hann upp frá blautu barns- beini. Hún hafði alltaf litið á hann sem sinn eigin son. Við höfum yfirheyrt hann og hann er þess fullviss, að hún hafi ekki skrifað nafnlausu bréfin. . . . Dóttirin kom hér næstum aldrei, sagði yfirlögregluþjónninn að lokum — en hún og móðirin skrifuðust fremur reglulega á. — Hvað getið þér sagt mér 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.