Heimilisritið - 01.11.1955, Page 24

Heimilisritið - 01.11.1955, Page 24
Eða laug hinn deyjandi prest- ur? Ef svo var, hvers vegna lét hann þá kalla á trúboðana? EF til vill kemst enginn kvik- myndaglæpur í hálfkvisti við bankaránið í Blackpool á Eng- landi 7. ágúst 1926. Midland bankinn var um það bil að loka, þegar starfsmaður frá spor- vagnafélaginu kom með þunga leðurtösku, sem í voru 800 ster- lingspund. Um það bil 25 viðskiptavinir sáu hann lyfta töskunni upp á borð fyrir' framan peningaskáp bankans. Starfsmaður bankans fylgdist með töskunni, eða svo var álitið, á meðan dyravörður opnaði dyrnar, svo að sporvagna- starfsmaðurinn gseti farið út og sótt aðra tösku. Þegar varðmaðurinn kom aft- ur var taskan horfin. Starfsmað- ur bankans gat enga skýringu gefið. Augnabliki áður var hún þarna. Nú var hún horfin. „Enginn má yfirgefa bankann fyrr en taskan er fundin,“ sagði hann. „Hún hlýtur að vera hér, því allar hurðir eru lokaðar.11 Það var leitað í hverju skoti í bankanum. Taskan var á stærð við pósttösku, og því erfitt að fela hana. Samt komst hún einhvern veg- in út úr bankanum, því seint þennan sama dag fannn lögregl- an hana í hliðargötu. Lásinn á henni var vandaður og því ekki hægt að opna töskuna fyrr en starfsmaður frá sporvagnafélag- inu kom með lykil. Allt sem þeir fundu í töskunni var svolítið af smámynt. Seðlarnir voru horfn- ir. Hvernig fór taskan að hverfa af borðinu? Hvernig komst hún fram hjjá dyraverðinum? Hvers vegna og hvernig voru pening- arnir teknir úr töskunni án þess að eyðileggja hana eða lásinn? Þetta er enn einn af hinum dularfullu sönnu viðburðum nú- tímans. EN sá undarlegasti af þeim öllum að mínum dómi er „Sag- an af töfruðu flugmönnunum“, eins og ég hef kallað hana. 24. júlí 1924 voru tveir brezk- ir flugmenn á flugi yfir eyðimöi’k Iraq. Þetta var land óvinveittra Araba, og þeir voru á könnunar- flugi. Af einhverri óþekktri á- stæðu lentu þeir í eyðimörkinni. Samkvæmt frásögn leitar- mannanna, sem seinna fundu flugvélina, var ekkert að henni. Á henni voru engin merki um árás. Benzíngeymarnir voru hálffullir. 22 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.