Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 18

Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 18
„Hann er því miður ekki heima. Get ég tekið nokkur skilaboð?“ Ég hef gabbað hana, hugsaði Derek fagnandi. „Ó . . . nei . . . þetta er algjört einkamál . . . “ stamaði Sylvía. „Ég skil. Þetta er faðir hans, sem þér talið við. Með leyfi að spyrja, hver er það, sem ég tala við?“ Eftirlíkingin var ágæt núna. Honum var skemmt. Hann hafði aldrei reynt að herma eftir föð- ur sínum, en nú mundi hann eft- ir öllum blæbrigðum raddar hans. „Ó!“ Hún virtist hissa. „Ég heiti Sylvía Westrell. Ég ætlaði bara . . .“ „Ó, er það ungfrú Westrell?“ „Þér þekkið mig? Ég á við, að þér hafið heyrt um mig?“ sagði hún óstyrk. „Sonur minn hefur oft minnzt á yður.“ Það kom vottur af van- þóknun í rödd hans, því nú var að verða til í huga hans ágætis ráðagerð, — og Sylvía gekk í gildruna, eins og hún hefði verið æfð í því. „Ó . . . þér virðist ekki sérlega ánægður yfir því að Derek og ég erurn svo góðir vinir . . . “ NÚ varð Derek skyndilega snjall: „Slúður, kæra ungfrú. Það er tímabil í lífi allra ungra manna, þar sem fögur kona er þeim allt, eruð þér mér ekki sammála? (Hefði annars faðir hans getað sagt þetta? Derek hafði aldrei rökrætt um stúlkur við föður sinn, og í raun og veru hafði ofurstinn enga hugmynd um Sylvíu. Það var víst bezt að snúa sér að alvörunni aftur.) Ég er viss um.að kunningsskapur ykk- ar hefur verið honum nautn, en ég álít einnig að þér séuð það vel gefin, að þér vitið að slíkur kunningsskapur er sjaldan al- vara fyrir unga menn á þessum aldri. Ég held einnig að yður hafi skilizt, að í þetta sinn er það staðreynd.“ „Hvað segið þér?“ sagði Svlvía ergileg. „Hvað eigið þér við? Hefur Derek sagt yður frá því, að við höfum verið að rífast?“ „Auðvitað. Hann er mjög mið- úr sín, en hann nær sér. Og það gerið þér einnig. Þér verðið að afsaka að gamall maður talar við yður af hreinskilni.“ „En . . . en ég æski þess ekki, að því sé lokið. Ég hringdi ein- mitt til þess að segja honum að mér þykir leitt að . . .“ Derek greip fram í fyrir henni með því að ræskja sig vel og vendilega, alveg eins og ofurst- inn var vanur að gera, þegar 16 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.