Heimilisritið - 01.11.1955, Qupperneq 52
og bréf þar sem spurt var, hvort hún
gæti ekki aukið framleiðsluna. „Við er-
um að hefja útflutning á þessum eggj-
um og gætum tekið við þrem grossum
á viku.“
Rebecca var orðlaus. Ef þetta héldi
áfram og hún gæti stækkað hænsnahóp-
inn, fengi hún nokkur þúsund á mán-
uði og mest af því væri hagnaður. Hún
pantaði sér nýjustu tegund af útungun-
arvél, auglýsti hinar hænurnar sínar til
sölu. Hún sendi Graham skeyti og sagð-
ist koma strax til London, en áður sagði
hún vinnumanni sínum og léttadrengn-
um fyrir verkum.
* * *
ÞAÐ var heppilegt að hún hafði
ákveðið að halda til London, því nú
dró bliku á loft eggjasölunnar. Blikan
kom í gervi áttatíu og tveggja ára kumi-
áttumanns frá Hebridseyjum. Hann hét
Adolf Klein prófessor.
Hann hafði komið til London í fyrsta
skipti í tuttugu ár til þess að taka við
gullheiðurspeningi konunglega fugla-
fræðifélagsins, cn þrem vikum áður
hafði bók sú er hann hafði eytt ævi
sinni í að semja, verið gefin út. Hún
hét: „Skrá yfir fugla heimsins og þró-
un hinna fljúgandi dýrategunda". Ut-
gefandi hans bauð honum til miðdegis-
verðar, og honum fannst vel viðeigandi
,að byrja á Hondiaörverpum.
Svo vildi til að Graham var að borða
við næsta borð. Frændi hans Allardyce
■erkidjákni hafði boðið honum í mat, og
í þetta sinn fannst klerki framkoma
'Grahams mjög ábótavant. Þetta stafaði
af' því að Graham hlustaði með vax-
andi skelfingu á samræðurnar við næsta
iborð. . . .
Klein prófessor: „En hvað þetta eru
'falleg lítil egg!“
Sir John (útgefandi hans): „Eg var
að vona, að þér hefðuð áhuga á þeirn.
Þér þekkið þau auðvitað, prófcssor?“
Klein prófessor: „Nei, ekki með þess-
ari málningu."
Sir John: „Málningu!"
Klein prófessor (tekur upp egg og
tekur að plokka af því skurmna): „Auð-
vitað. Það er sjálfsagt gert til þess þau
taki sig betur út á matborðinu."
Sir John (undrandi): „En ég fullvissa
yður, prófessor.“
Klein prófessor (bítur í egg sitt og
athugar síðan þverskurðinn, sem falsk-
ar tennur hans hafa gert í eggið): „O,
örverpi! Ágæt! Ég hef oft undrazt það,
að ekki skuli vera borðað meira af
þeim.“
Sir John (tekur eitt egg): „Hondiá
örvcrpi."
Klein prófessor (áhugalaust): „Vafa-
laust“ (tekur sér annað). „Þau eru oft
af þeirri tegund. (Skefur skurnina með
hníf) Nei, málningin er mjög föst á.“
Sir John: „Málningin. Heyrið þér
mig, prófessor, þessir fuglar koma frá
Indlandi eða Pamír-hásléttunni . . .“
Klein prófessor: „Auðvitað. En það
var fyrir þrjú þúsund árum. Þeir eru
fyrir löngu orðnir hagvanir hér. Ég held
það hafi verið Pliny, sem fyrstur lýsti
þeim, þó.held ég að Xenophon . . .
eða var það Cato í riti sínu „De re
rustica“? Nei, það var Oikonomikos
Logos, sem mælti með þcim við bænd-
ur.“
Sir John: „Þetta er mjög undar . . . “
Klein prófessor: „I rauninni verður
vart við þá fyrr. Gröffschneiter segist
hafa fundið bein þeirra í öskuhaugum
fljótabúanna. Já, ég veit hvað þér ætl-
ið að segja . . . að Gröffschneiter sé
mjög óáreiðanlegur þegar um bein er
að ræða. Ég er yður sammála, en þér
verðið að viðurkenna að í þessu tilfelli
getur honum varla hafa skjátlazt . . .“
Þegar hér var komið var djákninn
50
HEIMILISRITIÐ