Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 51

Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 51
luz Ali. Kvikmyndajöfurinn var fræg- ur fyrir skjötar ákvarðanir. Klukkan fjögur um daginn var búið að senda tvær tylftir upp í hótelíbúð hans. Klukk- an sex bauð hann nokkrum löndum sín- um í „kokteil“, og er þeir höfðu hcyrt að pnnsessan væri sólgin í Hondiaegg, voru þeir vissir um, að þcir höfðu aldrei smakkað neitt bctra. Klukkan sjö sendi cinkaritan kvikmyndajöfursins símlciðis pöntun á tíu tylftum af eggjum, sem afliendast skyldu á flugvcllinum næsta dag, en þá hélt jöfurinn aftur hcim. Ali sagðr að því miður væri þetta ckki hægt. tíu tylftir væri allt sem til væri vestan Pamírhásléttunnar. Þá tók jöfurinn sjálfur símann og sagði nokkuð hvass- yrtur, að hann væri vanur að fá það, sem hann bæði um. „Ef hér er um peninga að ræða, herra Ali . . .“ „Ja, hcrra minn, ef ég sel yður öll eggin, sem til eru í Evrópu . . .“ „Ég borga tíu dollara fyrir stykkið." „Þér emð eins höfðinglegur og allir landar yður, herra. Ég mun senda yður eggin á flugvöllinn." Tíu dollarar voru nokkuð rnikið fyrir stykkið af örverpum, en blöðin mundu geta þess, og það var góð augjýsing. # # # ÞANN hálfa mánuð, sem Hondiaör- verpin voru að vinna hylli í stórborgun- um London, San Francisco, New York og að lokum París, fór Graham aldrei til Dunderden, þó hann dauðlangaði tii þess. Einu sinni, áður en verulegur skriður komst á sölu örverpanna, kom Rcbecca til London, borðaði með Gra- ham, fór mcð honum í leikhús, og komst að því, að hann nryndi vera ást- fanginn af henni, og í lestinni á leið heim til Dunderden aftur gerði hún það upp við sig, að hún bæri sömu tilfinn- ingar til hans. Þau höfðu einnig minnzt NÓVEMBER, 1955 á eggjasöluna, en aðeins lítillega: „Það er einkennilegt, hvað ég fæ mikl- ar pantanir á örverpum frá Maluz Ali. Ég er yður mjög þakklát. En Maluz Ali hefur ekki einu sinni spurt um verðið, og þar sem ég hélt, að bctra væri að tala við yður fyrst, þá hef ég heldur ckki minnzt á það. Og svo cr annað. Haldið þér að þessi mikla sala í örverpum haldi áfram? Eg á vtð, ættt ég að fá mér fleiri hænur?“ „Já, eins margar og þér getið feng- ið.“ „Jæja, en hvað um það, þctta er ein- kennilegt," sagði hún og hnyklaði brýmar. „Hvað skyldu þeir gera vtð þau?“ Og svo bætti hún við: „Ég sé þau hvergi í verzlunum." Hér greip Graham fram í og sagði: „Þér skuluð krefjast einnar gíneu.“ „Einnar gíneu fyrir tylftina! Eruð þér frá yður? Vinur yðar fengi slag. Hann hlýtur að vita að fjórir shillingar er sanngjamt verð.“ Graham hló. „Fyrirgefið, en þér skilduð mig víst ekki fullkomlega. Hálfa gíncu fyrir stykkið, ekki tylftina." Hún gapti af undrun. „Eruð þér gengnir af vitinu?“ „Nei, cn það vill svo vcl til, að ég vcit, að Maluz fær gíncu fyrir stykkið, og jafnvel rneira." „Þá em það þeir, sem hafa misst vitið." * # * ÞEGAR Rebecca sendi Maluz Ali reikninginn hafði hann fengið fjögur gross og reikningunnn hljóðaði upp á 239 pund og 8 shillinga. Hún ypptt öxl- um, þegar hún var að láta hann í um- slag. Þetta var brjálæði, en Graham hafði sagt henni að gera það og kaup- in voru þegar gcrð. Hcnni var sendur tékkur fyrir upphæðinni stuttu seinna, 49

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.