Heimilisritið - 01.11.1955, Side 53
viss um að frændi hans væri veikur.
Graham viðurkenndi það líka og bað
írænda sinn að hafa sig afsakaðan.
Heima fékk Graham sér tvo viský-
sjússa, ákvað hvað gera skyldi og hélt
síðan á brautarstöðina til þess að hitta
Rebeccu. Varla var hann búinn að koma
Rebeccu og sjálfum sér fyrir í leigu-
bifreið, þegar hann sagði:
„Rebecca, viltu giftast mér?“
„Rektu ekki svona á eftir mér,“ sagði
hún, „en það gæti verið. Ég hef hugs-
að um það. En getum við ekki talað
um það seinna. Eins og er þarf ég að
ræða við þig um annað. Ég fékk mjög
einkennilegt bréf frá vini þínum, Malus
Ali, þar sem hann segist geta selt . . .“
Graham stundi þunglega.
„Hvað er að? Er þér illt?“
„Nei. Sjáðu til, elsku Rebecca, ég
verð að segja þér . . .“ Og hann sagði
henni alla söguna. Þegar hann var bú-
inn, sagði Rebecca:
„Þú hefur hagað þér hræðilega.“
„Eg veit það. Fyrirgefðu mér.“
.„Þetta er ófyrirgefanlegt."
„Auðvitað. Frændi minn Allardyce
crkidjákni rnyndi segja þér, að sem
kristinni manneskju bæri þér skylda til
að fyrirgefa mér.“
„Erændi min, hann er dómari, myndi
dæma þig í þriggja ára og Maluz Ali
í fimm ára fangelsi.'
„Guð minn góður! Ertu viss um það?
Fyrir hvað?“
„Sviksamlega rangfærslu, komast yf-
ir peninga með svikum, fjárdátt, sam-
særi til að svíkja út fé, vörusvik, verzla
án leyfis . . en þar sem þetta er fyrsta
brot . . . ég geri ráð fyrir að svo sé, . . ..
þá ættirðu að sleppa með þrjú ár.“
„Þú virðist vera ánægð yfir útlitinu."
„Já, sjáðu hve hræðilega klípu þú
hefur komið mér í.“
„Nei, bíddu nú við. Þetta er ekki
NÓVEMBER, 1955
réttlátt. Ég gerði þetta allt fyrir þig, og
passaði að þú vissir ekkert um það, svo
að hver sem verður ákærður, þá verður
það ekki þú.“
„En heldurðu ekki að ég verði að
bera vitni, og heldurðu að mér muni
þykja gaman að því. Ef ég ber ekki
vitni, verður ekki hægt að reka rnálið."
„Það er auðvelt fyrir þig að komast
hjá því.“
„Og hvernig þá?“
„Samkvæmt enskum lögum getur eig-
inkona ekki vitnað gegn manni sín-
um.“
„Ég skil. Þú vilt giftast mér til þess
að losna við að sitja inni í þrjú ár?“
„Þú getur kallað það það, ef þú villt.“
„Ætlarðu að gefa mér Alfa-Romco-
bifreið í morgungjöf."
„Ég á víst ekki annars úrkostar.“
„Hvert ætlarðu að bjóða mér í brúð-
kaupsferð?"
„Til Pamír. Loftslagið er ágætt og
hvergi betra skíðaland.“
„Hvemig er maturinn þar?“
„Ágætur. Einasti rpatur, sem ég hef
ekki fengið þar, eru Hondia örverpi.“
„Ef svo er,“ sagði Rebecca, „er bezt
fyrir okkur að heimsækja frænda þinn
sem fyrst, áður en einhver finnur upp
á að fara með okkur til frænda míns.“
Finnur Kristinsson
pýddi.
Úr einu í annað
Fyrir nokkrum árum arfleiddi Paris-
arbúi einn konu sína að öllum eignum
sinum með fnií skilyrði, að hún giftist
pegar i stað aftur, „svo pað verði pó
einn maður, sem syrgi dauða minn."
*
I stjórnmálum er sannleikurinn ótrú-
legri en lýgin. — Dublin Ofinion.
51