Heimilisritið - 01.11.1955, Qupperneq 38

Heimilisritið - 01.11.1955, Qupperneq 38
og þá sá hann hringinn á fingri hennar. „Helga — ertu gift?“ Hún kinkaði kolli. „Hverjum?“ Hún lagði fingur á varir hans og sagði svo: „Ekki spyrja, Illugi, við skul- um gleyma því núna.“ Hann tók undir höku hennar. „Ég er búinn að bíða svo lengi eftir þér, Helga —. Þú getur ekki horfið aftur, núna, þegar ég hef rétt fundið þig.“ Hún brosti við. „Illugi. Ég þarf ekki að vera komin heim fyrr en annað kvöld. Ef þú vilt, geturðu átt þann tíma, en svo verð ég að fara.“ Hann kinkaði kolli. „Tveir dagar eru stuttur tími.“ „Þá skulum við ekki spilla þeim,“ hvíslaði hún og faldi and- litið við brjóst hans. Kvöldið eftir skildu þau. Hann stóð við bíl hennar og lokaði geymslunni, þar sem tjaldið lá vandlega samanbrotið. „Helga, þetta getur ekki verið endirinn.“ Hann lagði handlegg- inn um mitti hennar. „Hafi þess- ir dagar verið þér það, sem þeir hafa verið mér-------.“ Hún horfði í augu hans. „Það veiztu —,“ sagði hún lágt. ,,0g ef þú vilt skal ég hitta þig aftur.“ „Hvenær?“ spurði hann. „Hérna —, segjum eftir ár á sama tíma —?“ „Þú verður búin að gleyma mér þá,“ sagði hann tónlaust. „Það er svo langt —.“ Hún lagði hendurnar um háls hans. „Við fáum að sjá þá, hvort okkar gleymir.“ Svo steig hún upp í bílinn og ók af stað, án þess að líta til baka. Litli Austinbíllinn var kominn upp á ásinn, og Illugi stöðvaði vélina. Hann kveikti í sígarettu og leit á úrið. Sennilega var hann alltof snemma á ferðinni — hún væri ekki komin, ef hún þá kæmi nokkuð. Hann reyndi að halda taugunum í skefjum. Það var eins og hann væri að fara á sitt fyrsta stefnumót, svo óstyrkur var hann. Hann fór að hugsa um Helgu. Hann hafði fljótlega komizt að því, hver hún var, og þá hafði honum fundizt að bezt væri að gleyma henni — þetta væri alltof fjarstæðukennt. Hún var gift þekktum lækni, sem var miklu eldri en hún, og einu sinni hafði hann mætt þeim á götu. Augnablik höfðu augu þeirra mætzt, en hún hafði lát- ið sem hún þekkti hann ékki, og ennþá fann hann hvernig blóð- 36 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.