Heimilisritið - 01.11.1955, Side 45

Heimilisritið - 01.11.1955, Side 45
tlokaði við til að hlusta, en gestirnir hreinsuðu á meðan skurnina hver af sínu eggi. Hann talaði um Hondia, um garðhjalla þess í tíu þúsund feta hæð, um Khana Hondia, konur þeirra og hina einkennilegu siði þeirra, um hinn stygga og sjaldgæfa frumskóga-hænsn- fugl Hondia, Hondia dverghænuna eins og fuglafræðingar kölluðu fuglinn, og um það, hvernig mennirnir, sem fæm í eggjaleitina tækju aðeins eitt egg úr hverju hreiðri og legðu sig í hina mestu h'fshættu við að klifra upp að hreiðr- unum. , Henri fylgdist með svipnum á and- litum gestanna, þegar þeir litu á egg- In. Hann varð ekki fyrir vonbrigðum. Allt var þetta fólk vant sjaldgæfum og Ijúffengum rétmm, en andlitssvipur þeirra gaf til kynna að bragðið af eggj- um dverghænunnar frá Hondia væri eitthvað alveg sérstakt. Þessu bragði, eins og' öllu ljúffengu bragði, var ekki hægt að lýsa; kannske mætti segja, að það væri hið fína innra eðli sjálfs eggs- ms. „Mikið betri en lóuegg,“ sagði lady Allardyce. Graham vildi fá að vita, hvernig í ósköpunum gistihúsinu hefði tekizt að fá þessi egg. Henri hristi höfuðið, en svo yppti hann öxlum og viðurkenndi að það væri engin ástæða til annars en hann segði þeim það. Eftir því sem hann sagði, var það framkvæmdasamur pers- neskur innflytjandi með vörulager í Spitalfields, sem hafði tekið að sér verk- efnið; eggin höfðu verið flutt með póst- fluayélinni frá Karachi. Hann nefndi nafn Persans, Maluz Ali, og að hann verzlaði venjulega með rúsínur, döðl- ur o£ aðra slíka framleiðslu frá hinum nálægari Ausmrlöndum. * * * ÞÓ undarlegt megi virðast, þá átti NÓVEMBER, 1955 það, sem hér hefur verið sagt frá upp- tök sín í snrá atviki, sem skeði niðri í Dunderden-sókn nálægt Feverford í ausmr Kent, en þar hafði Graham dval- ið yfir helgi hjá vini sínum greifanum af Hoo; þeir höfðu verið liðsforingjar saman síðasta ár stríðsins. Greifinn bjó í fjórum herbergjum í hinu gríðar stóra húsi ættarinnar. Ein álman var notuð sem búvéla- og eplageymsla. Hinn hluti hússins var að hrynja saman. Graham hafði verið á leið þaðan í bíl sínum eftir ílla merktum sveitavegum, sem lágu í allar áttir, sem gerir það svo erfitt að rata í þessum hluta landsins, þegar bifreið hans, mjög falleg, mjög hraðskreið og mjög duttlungafull ítölsk bifreið, stöðvaðist skyndilega. Þegar .Graham hafði komizt að raun um að bensíngeymirinn var fullur, hafði hann enga frekari löngun til þess að sann- prófa, hvað væri að farartækinu. Hann kunni vel við að keyra. Hann hafði meira að segja ekið í kappakstri og unn- ið kappakstur, en hann vissi ekkert um vélar. Hann yfirgaf því vagninn og fór að leita að síma. Hann fylgdi símalínu hálfa mílu, og að lokum kom hann, eftir að hafa klöngrast yfir limgerði, að fremur Ijót- um bóndabæ með mjög illa hirtum garði í kring. Stærðar hundóféti kom þjótandi fynr hornið á bænum og gelti og urraði að honum. Graham bjó sig undir að flýja af hólmi, þegar dyrnar á bænum opnuðust og út kom stúlka klædd í samfesting og tók að húð- skamma hutidinn rciðilega. Þar sem hann hætti ekki strax, beygði hún sig niður, tók upp stein, henti honum í hundinú með nokkrum vel völdum orð- um og hitti svo að hann hundskaðist aft- ur fyrir hornið. Hún sneri sér síðan að Graham, sem hafði hætt við öll flótta- áform við að sjá áræði stúlkunnar. 43

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.