Heimilisritið - 01.11.1955, Side 66
um inn í bílskúrinn fyrir mig,“
sagði hann.
Bæði hann og Linda voru föl
af þreytu, og um leið og þau
komu inn úr dyrunum gleymdi
gamla frúin öllu virðuleikafasi
sínu. Hún gekk að syni sínum og
faðmaði hann að sér.
„Þú verður að afsaka að við
skulum koma svona seint,“ sagði
hann brosandi, „en nú er sem
betur fer allt í lagi. Við Linda
höfum ekið langt, og við þurf-
um að fá eitthvað heitt að borða,
áður en við göngum til náða.“
Linda gekk eins og í leiðslu
við hlið hans, og henni fannst
fæturnir vera þungir sem blý.
Skyndilega var eins og raddir
hinna kæmu langt úr fjarlægð,
hún rak upp lágt nræðsluóp, og
svo varð allt dimmt fyrir aug-
um hennar.
Þegar hún kom aftur til með-
vitundar, lá hún í rúminu, og frú
Kinlock sat hjá henni.
„Hvernig líður þér? ‘ spurði
gamla frúin, og rödd hennar var
undarlega mild. „Langar þig í
eitthvað?“
„Já, þakka þér fyrir,“ svaraði
Linda og vissi ekki hvaðan á sig
stóð veðrið. „Ég vil gjarnan vatn
að drekka.“
Frú Kinlock hellti vatni í glas
og rétti henni.
„Bruce bað mig um að segja
þér, að sér liði vel, en harm vildi
ekki leggja sig fyr.’ en hann
vissi, hvernig þér vegnaði. Nú
ætla ég fram og segja honum,
að þér líði vel, og svo kem ég
inn og sit yfir þér þangað til þú
ert sofnuð.“
Hún fór fram, og Linda starði
undrandi á eftir henni. Hvað í
ósköpunum hafði komið fyrir
hana?
„Ég skammast mín fyrir að
það skyldi hafa liðið yfir mig,“
sagði hún, þegar frú Kinlock var
komin aftur.
„Þetta var ekki nema eðli-
legt,“ svaraði frúin. „Bruce hef-
ur skýrt mér frá öllu, og mér
finnst þú hafa staðið þig með
prýði. En það var gott að þú
skyldir ekki hafa meiðzt, þegar
þú datzt, ég var sem betur fór
svo nálægt að ég gat gripið þig.“
Hún sagði ekki frá því, að all-
ur hennar innri maður hefði tek-
ið breytingu til hins betra, þeg-
ar hún stóð allt í einu frammi í
anddyrinu með grannvaxna,
hjálparvana stúlkuna í fanginu.
Hin bitra afbrýðisemi var eins
og þurrkuð burt úr vitund henn-
ar, og hún hafði litið hálf
gremjulega til Bruce, þegar
hann hafði beðið Agnesi að ann-
ast um Lindu. Það skyldi hún
gera sjálf — og það með gleði!
(Framh.).
64
HEIMILISRITIÐ